Forystusauðir og fylgisveinar

Ég minnist þess, að þegar ég var í barnaskóla, þótti ýmsum sá mestur, sem gat safnað um sig hirð skólafélaga og farið um með látum í skjóli hennar.  Sumum þóttu þetta miklir kappar. 

Stundum frétti ég af þessum strákum, sem auðvitað eru nú orðnir miðaldra karlar og eiga stutt í eftirlaunin.  Flestir eiga þeir það sameiginlegt, að hafa farið illa út úr lífinu, eins og það er kallað.  Það sama gildir um fylgisveina þeirra. 

Það skyldi þó aldrei vera, að þeim hafi láðst að standa á eigin fótum?  Ég skal ekki segja.  En ég minnist þess, að þegar þeim varð eitthvað á, kenndu þeir jafnan öðrum um.  Og fylgifiskar þeirra tóku undir sönginn.

Minnir þetta nokkuð á þjóðfélagsumræðuna nú?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband