Dapurleg Icesave-umræða

Það hefur verið heldur dapurlegt, að fylgjast með umræðunni um Icesavekosningarnar.    Á báða bóga er mönnum brigslað um landráð, birtar eru auglýsingar með myndum af fólki, sem opinberað hefur skoðanir sínar varðandi þetta mál og látið í veðri vaka, að vissara sé að leggja ásjónur þess á minnið; þetta sé stórhættulegt fólk.

Málatilbúnaður af þessu tagi á sér ekki stað meðal siðmenntaðra þjóða, nema þá á styrjaldatímum.  Þetta er öllum, sem að koma til vansa.  Og það sem verra er, maður fyllist efasemdum um, að þessi þjóð sé þess megnug, að stjórna sér sjálf. 

Greinilegt er, að við höfum ekkert lært af hruninu 2008 og aðdraganda þess.  Því miður hygg ég, að okkur hefði verið fyrir bestu að hætta sjálfstæðisbaráttunni þegar við fengum heimastjórn árið 1904.  Við réðum við þá stjórn eigin mála, sem þá fékkst, en ekkert umfram það.  Því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið til í þessu Pjetur. Því miður.

Heimir Eyvindarson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 21:47

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Pjetur, Það er leitt þegar menn verða daprir, þó að aðstæður nú gefi alveg möguleika til og þetta dæmalausa Icesave sé okkur til mikils vansa sem og Evrópuumsóknin.  Heimir Það er lítið til í þessu, því að í öllum samfélögum er til öfgafólk, þjófar og óþokkar, en það er ekki alveg víst að þannig sé öll þjóðin.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2011 kl. 22:42

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Efasemdir þínar um að við getum ekki stjórnað okkur sjálf,tel ég vera rangar. Sálfræðingar og geðlæknar hafa staðfest að  efnahags-hamfarir sem hér riðu yfir höfðu verulega vondar afleiðingar,á geðslag  fólks.Það hlýtur að taka tíma að jafna sig. Fólki er nauðsynlegt að geta tjáð sig,gera það hver og einn á sinn hátt.  Þú segir>> lært af hruninu!! Held að meiri lærdóm megi draga  af "góðærinu",í gengdarlausu spreðinu.Við hrunið,  komu flestir auga á fánýtið, menn voru bitrir og í því ástandi  benda þeir á sökudólga,þá sýnist sitt hverjum. Reiðin getur oft lyft þungu fargi af mönnum,auk þess sem hún er drifkraftur metnaðarfullra manna til að sýna,að þeir ætla ekki að gefast upp. Þannig hefði ég viljað að stjórnmálamenn ynnu,en þeim er tamara að keppast við hverjir aðra og sæta lagi að magna upp hatur á andstæðingum sér til framdráttar. Stóllinn,sprotinn og valdið. Þjóðin á að kjósa þá,fyrir loforðin,sem þeim er skylt að efna. Um fram allt er þeim skylt að halda stjórnarskrána verja hagsmuni okkar,verjast ofríki annara þjóðríkja. Er til of kils mælst?  Þetta varð bara svona langt,það gerir geðslagið. M.B.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2011 kl. 03:06

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 efasemdir um að við getum.

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2011 kl. 03:07

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hvernig sem já-sinnar eða nei-sinnar velta Icesavemálinum fyrir sér og ræða „dómstólaleiðina“ eða aðra mögulega niðurstöðu þessa máls þá er í raun aðeins ein leið til að meta það.

Hver sá sem ætlar að kjósa ætti að setja sig í spor þess sem málið snýst um. Það er hinn venjulegi sparifjáreigandi.

Allir sen setja fé á bankareikning ætlast til þess að peningarnir séu til staðar þegar þeim hentar að taka féð út aftur. Bankar verða að vera öruggar stofnanir, jafnvel þótt þeir hafi verið einkavinavæddir.

Þetta er svo augljóst að það ætti varla að þurfa að benda á þetta - en í öllum látunum kringum þetta mál þá er eins og að sumir hafi gleymt þessari grundvallarreglu.

Í samstarfi okkar við aðrar Evrópuþjóðir á mörgum sviðum þá gilda reglur sem banna mismunun eftir þjóðerni eða búsetu. Banki má ekki mismuna Englendingi sem býr í Reykjavík og geymir sitt sparifé í útibúi bankans í Reykjavík gagnvart Englendingi sem býr í London og geymir sitt fé í útibúi sama banka í London. Sama gildir um Íslendinga sem búa á Íslandi eða í Englandi. Allir innistæðueigendurnir skulu eiga sömu réttindi og sofa því sælir í sínum heimabæ.

Þetta er grundvallarreglan í Icesavemálinu. Nú er ljóst að neiti Íslendingar að ganga frá málinu með fyrirliggjandi samningi þá eru þeir að segja að þessi regla sé ekki í gildi. Það má mismuna.

Sömu aðilar virðast aðallega byggja afstöðu sína á því að það sé verið að kúga þá til að borga „ólögvarðar einkaskuldir óreiðumanna“. Jafnaðarreglan sem samskipti Íslendinga við aðildarþjóðir EES-samningsins byggðist á er skyndilega orðin „kúgun“ (fyrrum nýlendukúgara, útlendinga etc.).

Íslenskt innistæðutryggingakerfi brást, bæði gangvart íslenskum innistæðueigendum á Íslandi og innistæðueigendum Landsbankans erlendis. Íslenska ríkið hljóp undir bagga og tryggði innistæður hér heima. Og nú er búið að semja um að íslenska standi með sama hætti að baki tryggingasjóðnum gagnvart erlendum innistæðueigendum. Sem betur fer þá duga eiginir þrotabús Landsbankans næstum fyrir allri greiðslunni.

Segjum já!

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.4.2011 kl. 09:54

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hjálmtýr, ég er ekki sparifjáreigandi, lærði enda á Steingríms tímanum hinum fyrri að peningar eru vafa söm eign á Íslandi.  Allt það sem ég hef safnað mér á starfstíma mínum er fast í eignum sem nú eru óseljanlegar á Steingríms tímanum hinum síðari.  Hversvegna á ég þá að borga Breskum sparifjáreigendum þeirra tap, sem ég sé ekki að stafi af neinu öðru en þeirra eigin fyrir hyggju leysi.

   

Hrólfur Þ Hraundal, 6.4.2011 kl. 11:25

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Því miður er ástandið eins og þú lýsir því Pétur. Það er með miklum ólíkindum að menn skuli ekki geta rætt þetta mikla vandamál án stóryrða. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

Ágúst H Bjarnason, 6.4.2011 kl. 11:58

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Hrólfur

Allt frá 1968 hef ég haft skömm á krónunni - og vil losna við hana. En þó ekki með þeim hætti að leggja mínar krónur inn í banka sem ekki virðir tryggingaákvæði.

Leitt að heyra að þú eigir ekkert sparifé. En þú hlýtur að eiga lífeyrisréttindi sem eru tryggð einhversstaðar?

Þú þarft ekki að greiða breskum sprifjáreigendum þeirra tap nema að örlitlum hluta - og kanski alls ekki.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.4.2011 kl. 13:16

9 identicon

Komið þið sæl; Pjetur skáldmæringur - og þið önnur, hér á síðu hans !

Heimir Eyvindarson - Hjálmtýr V Heiðdal og Ágúst H Bjarnason; eru allt prýðismenn að upplagi, en; þá - sem þig, skiptir raunverulegt siðferði, í afstöðu til gerenda glæpanna, gagnvart Alþýðunni, öngvu máli, Pjetur, sýnist mér, vera munu.

Hjálmtýr siglir alveg; fram hjá þeirri staðreynd, að nýlenduvelda banda lagið hans (ESB);; og reglugerða froðusnakk þess, stuðla að því - hér á landi, sem í aðildarlöndunum sjálfum, að fólki, úr öðrum Heimshlutum, er stórlega misboðið - sem réttindi þess fótum troðin, þess fólks, sem á uppruna sinn að rekja, utan hins svonefnda Schengen svæðis - og eru dæmi ungu kvennanna, frá Nepal og Brasilíu, skýrust þar, til vitnis burðar.  

Hins vegar; er á dag komið, að árið 1904, hefði sjálfstæðis baráttunni átt að ljúka, formlega, sem seinni tíma saga okkar staðfestir; augljóslega.

Og það; þrátt fyrir, að Ísland sé hluti Norður- Ameríku, raunar.

Síðan; er það meginverkefni þjóðfrelsis- og sjálfstæðissinna, í okkar samtíma, að undirbúa; sé þess nokkur kostur, að koma cirka 7000 afætum (stjórnmála - embættiskerfis og Banka), af höndum okkar, til varanlegrar útlegðar, frá Íslands ströndum, svo;; gerlegt mætti verða, að endurreisa land og lýð og fénað allan, til góðra verka.  

Með kveðjum; þó /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 14:56

10 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Ef sparifjáreigandi vill vera viss um að tapa fé sínu kemur hann því fyrir undir koddanum, eða undir tré.

Ekki í banka.

Í banka fær hann vexti fyrir að setja peningana í vinnu.  Vinnu sem fylgir áhætta.

Icesave borgaði afskaplega háa vexti.  Því fylgdi meiri áhætta.

Áhætta sem ekki er hægt að senda á íslenskan almúga þó bankafólk og útrásarvíkingar allra landa reyni hvað þeir geti til að svo geti orðið.

Jón Ásgeir Bjarnason, 6.4.2011 kl. 16:05

11 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þú segir meðal siðmenntaðra þjóða, eeehheemmm, Jaaammmm.?

Eyjólfur G Svavarsson, 6.4.2011 kl. 17:06

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nú skírist sérkennilegur málflutningur þinn Hjálmar Heiðdal, skömm á Krónunni segir þú, síðan 68.  Það er ekki krónan sem framleiðir axarsköft, það eru þeir sem hafa yfir henni vald sem það gera. 

Kjánaleg orð þín um krónuna gefa mér hugmynd um frjósemi huga þíns til að framleiða önnur kjánaleg orð.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.4.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband