25.2.2011 | 08:51
Var vitlaust gefið?
Því er ekki að neita, að sú ákvörðun þingnefndar, að skipa kjörna fulltrúa á stjórnlagaþing, eftir að Hæstiréttur hefur úrskurðað kosningar til þingsins marklausar, minnir dulítið á eftirfarandi ljóð eftir Stein Steinarr:
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
(Og allt með glöðu geði
er gjarnan sett að veði).
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það var nefnilega vitlaust gefið.
Já, hugsanlega væri ekki úr vegi, að hefja sérhvern þingfund á því, að lesa yfir þingheimi, eins og eitt vel valið ljóð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi dómur Hæstaréttar var ekki hafinn yfir efasemdir. Hann dæmdi kosningafrnar ógildar vegna þess að mögulegt var að hafa rangt við!
Hvaða kosningar hafa farið fram þar sem einhver möguleiki var fyrir hendi a hafa rangt við? Svar: Líklega allar.
Þessi ógildingardómur var eins og hvert annað rugl nema það hafi verið sérstaklega pantað frá vissum flokki. Hver skyldi hann vera? Það skyldi þó ekki vera sá sem skipað hefir alla dómarana?
Góðar stundir
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2011 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.