23.2.2011 | 22:12
Merkileg siðfræði kvótakóngs
Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um fiskveiðar íslenskra skipa á landgrunni Vestur- Sahara. Veiðar þessar fara fram í skjóla samnings Evrópusambandsins við stjórnvöld í Marakó. Sem kunnugt er hernámu Marakómenn Vestur-Sahara, skömmu eftir að síðarnefnda landið losnaði undan stjórn Spánverja á áttunda áratug síðustu aldar. Síðan hafa íbúar landsins átt í blóðugri frelsisbarátti gegn hinum nýju kúgurum sínum, Marakómönnum.
Í umræddri frétt er vitnað í orð eins af kvótakóngunum hér á Íslandi, en skip í eigu útgerðar hans hafa stundað veiðar við Vestur-Sahara. Víkur hann sér undan því, að svara þeirri grundvallarspurningu, hvort rétt sé, að stunda þessar veiðar með tilliti til hernáms Marakómanna á Vestur-Sahara. Blessaður maðurinn kveðst ekki vilja blanda sér í innanríkismál.
Síðan hvenær fór hernám eins ríkis á öðru ríki, að flokkast undir innanríkismál?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Pjetur, er þetta ekki siðleysi, fremur en siðfræði?
Eiður Svanberg Guðnason, 23.2.2011 kl. 23:13
Á dögunum var sýnt afburðagóð mynd um olíupolitíkina. Þar kom margt mjög fróðlegt fram m.a. hvernig bandarísk fyrirtæki áttu í blómlegum viðskiptum við þýsku nasistastjórnina.
Í myndinni var sagt frá fyrirspurn gamallrar konu, hluthafa í stóru bandarísku fyrirtæki, hvort það væri ekki rangt að eiga í samskiptum við aðila sem færu illa með Gyðinga.
Forstjóri fyrirtækisins kvað svo lengi sem viðkomandi viðsemjendur stæðu í skilum væri allt í góðu að halda viðskiptum áfram. Það væri ekki rétt að blanda pólitík í málið!
Þannig geta mannréttindi allt í einu orðið hápólitísk. Peningarnir streyma ætíð þangað sem ávöxtunin er hæst. Þar gildir einu um mannréttindi eða eitthvað annað!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2011 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.