20.2.2011 | 16:15
Edduverðlaun veitt degi of fljótt
Það var yndislegt að horfa á Ólaf Ragnar í sjónvarpinu rétt áðan, leikandi hinn ábyrga þjóðarleiðtoga og lýðræðisvörð. Þetta var stórkostlegur leiklistarsigur manns, sem aldrei hefur horft á annað en sína eigin spegilmynd, sömu augum og drottningin forðum, sem jafnan spurði: "Spegill, spegill herm þú mér; hver á landi fegurst er"? Og auðvitað braut hún spegilinn, þegar hann svaraði ekki eftir hennar geðþótta.
Já, og vel að merkja, höfum það fast í minni, að Ólafur Ragnar, sem nú vísar afleiðingum af gjörðum útrásarvíkingana í þjóðaratkvæði, er sá hinn sami Ólafur Ragnar og fyrir fáum árum veitti þessum mönnum lið úti um heim og hengdi á þá Fálkaorðuna, líkt og þar væri um einstka heiðursmenn að ræða.
Edduverðlaunin voru veitt degi of fljótt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.