26.1.2011 | 17:59
Vel sett þjóð, Íslendingar
Í gróðærinu höfðum við ríkisstjórn, sem lét sig almannahagsmuni engu skipta; allt skyldi gert fyrir útrásarvíkingana". Þeirri stjórn var steypt með pottabarsmíðum á Austurvelli. Fólkið treysti ekki stjórnmálamönnum og krafðist stjórnlagaþings, til að semja nýja stjórnarskrá. Við fengum ríkisstjórn, sem lofaði okkur stjórnlagaþingi. Og það var kosið til þess. En viti menn, ríkisstjórnin klúðraði kosningunum, eins og alþjóð veit
Hvaða lærdóma má draga af þessu? Vanhæf ríkisstjórn", hrópuðu menn á Austurvelli til að koma fyrri stjórn frá. En nú má það vera lýðum ljóst, að það var ekki aðeins sú ríkisstjórn, sem var vanhæf, heldur flokkakerfið eins og það leggur sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.