8.1.2011 | 00:51
Gamalt viðtal - óbreytt hugarfar
Í gær rakst ég fyrir tilviljun á tímarit frá árinu 2000. Þar var m.a. efnis, viðtal við mann, sem þá var forstjóri fyrirtækis, sem óþarft er að nefna hér. Nafn mannsins skiptir heldur ekki máli í þessu samhengi, en hann er nú bæjarstjóri í bæ, sem í raun virðist gjaldþrota.
Ég las ekki viðtalið, aðeins texta undir ljósmynd af manninum, þar sem vitnað var til orða hans. Fyrst nefndi hann fyrirtækið, sem hann stjórnaði þá og hélt svo áfram orðrétt: "...ætlar sér að velja réttar öldur og standa á brimbrettunum með alþjóðlegum sigurvegurum".
Þessi orð lýsa hvorki hugafari ábyrgs stjórnmálamanns né viðskiptamanns. Þau lýsa engu nema hugsunarleysi fjárhættuspilarans. Margir létu slík orð falla í gróðærinu. Hvað segir það um okkur Íslendinga, að við skulum enn láta slíka menn teyma okkur eins og sauði að spilaborðinu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.