5.1.2011 | 22:34
Undanþága til að eitra fyrir fólki
Það er sko eitt sem öruggt er, að ég hef ekki hundsvit á efnafræði. Þess vegna væri hægt að eitra fyrir mér á ýmsa vegu, án þess ég gerði mér grein fyrir því. Satt best að segja hygg ég, að þetta gildi um flesta. Það er einmitt þess vegna, sem við höfum heilbrigðiseftirlit. Við, fólkið í landinu, treystum því, að slíkt eftirlit beiti faglegri þekkingu, til að koma í veg fyrir að skussar og óprúttnir prangarar, eitri fyrir okkur.
Á síðustu dögum hefur komið í ljós, að það traust er byggt á ofmati. Það er nefnilega hægt að veita undanþágu frá banni við því að eitra fyrir fólki. Á hverju slíkar undanþágur eru byggðar veit ég ekki. Og þótt ég vissi staðreyndir þess máls, gæti ég ekki skilið þær. Slíkt háttarlag er einfaldlega skilningi mínum ofvaxið. Annað hvort er bannað að eitra fyrir fólki, eða það er í stakasta lagi. Flóknara er það nú ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Facebook
Athugasemdir
Það eru margar undanþágur- og mörg lög brotin.
heilsa fólks er ekki jafn mikilsvirði og aurar- þar til kemur að ráðamönnum sjálfum.
hvað heldur þú að heilbrigðiseftirlit hafi veitt mörgum sóðasjoppum undanþágu á síðustu árum ? Eða hótelum '?
allar svona stofnanir ganga fyrir mútum í okkar bananalýðveldi- svo einfalt er það
Erla Magna Alexandersdóttir, 6.1.2011 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.