Fylgjast þingmenn Samfylkingar ekki með stjórnmálum?

Vissulega telst það til nokkurra tíðinda, þegar þrír stjórnarþingmenn sitja hjá við afgreiðslu fjárlaga.  Þó verður að segjast eins og er, að tæpast þurfti það að koma á óvart, að svo færi.  Því hlýtur það að vekja nokkra furðu, þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsir því yfir, að bæði hann og flestir félagar hans í þingflokki Samfylkingarinnar, hafi komið af fjöllum yfir þessum tíðindum.

Og ég sem hélt, að það væru bara jólasveinar (þið vitið, þessir upprunalegu) , sem kæmu af fjöllum þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Össur kemur alltaf af fjöllum, í hvaða máli sem er. Enda er hann álfur út úr hól.

Þingmenn Samfylkingar fylgjast alveg með stjórnmálum. Þeir bara skilgreina þau mjög þröngt við það sem Samfylking er að gera og ætlar að fást við. Annað flokkast að þeirra mati ekki undir stjórnmál, og þeir gefa slíku engan gaum.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2010 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband