Heimskan og stjórnmálin

Írar eiga nú við samskonar kreppu að glíma og við.  Ástæðurnar eru þær sömu; eftirlitsleysi stjórnmálamanna með fjármálakerfinu, útlán fjármálastofnana umfram getu og eyðsla almennings og fyrirtækja umfram þarfir.  Samfara öllu þessu þreifst svo óhjákvæmileg spilling.

 Samkvæmt fréttum frá Írlandi er mikið rætt um heimsku stjórnmálamanna þar í landi.  Írskur almenningur segir einfaldlega, að stjórnmálamennirnir séu asnar, sem hafi ekki hundsvit á samfélaginu. Og fólk nagar sig í handabökin, fyrir að hafa kosið þessa asna.  En voru aðrir í boði?

Ef til vill ættum við Íslendingar að taka okkur Íra til fyrirmyndar og velta fyrir okkur þætti heimskunnar í kreppunni.  Kannske var það heimska stjórnmálamannanna, sem réð mestu um, hvernig fór og þá um leið sú heimska okkar hinna, að kjósa þá.

Í Kastljósi í kvöld var rætt við fjármálaráðherra hrunstjórnarinnar.  Ég verð að segja eins og er; mér varð hugsað til frænda okkar Íra.  Þessi maður kom mér ekki fyrir sjónir, sem spillingin holdi klædd.  Satt best að segja, var hann bara heldur svona gæðalegur.  En ég held, að honum hefði komið það vel, að útsending þáttarins hefði verið hljóðlaus.  Því miður er hann ekki einn um það, íslenskra stjórnmálamanna. 

Hvað er að okkur kjósendum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Íslendingar hafa verið aumingjar í meira en 1000 ár. Legið og staðið eftir valdboði að ofan og í raun ekki komið upp úr jörðinni fyrr en um seinna stríð. Það hefur nákvæmlega ekkert breyst í 1000 ár og sama staða er hjá Írum. Aumingjar alveg eins og við og það sem svíður sárast er að við eigum þetta bara skilið alveg eins og þeir. Það þarf ekki nema göngutúr um hallarkynni fyrrverandi nýlenduherra vorra til að átta sig á því, hve miklir aumingjar Íslendingar hafa verið gegnum aldirnar og Írar jafnframt líka. Íslenskir kjósendur fá nákvæmlega það sem þeir kjósa.: Aumingjaskap, en það er nákvæmlega það sem við erum kyndilberar fyrir.

Halldór Egill Guðnason, 7.12.2010 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband