Undarlegur kristindómur biskups?

Það var dapurleg lífsreynsla, að lesa grein gamallar konu í Morgunblaðinu í morgun.  Hún býr á elliheimili í Reykjavík og hafa íbúar þar notið þjónustu prests frá þjóðkirkjunni.  Þarf ekki að taka fram, að margt af þessu fólki á ekki víða höfði að halla, hvað varðar mannleg samskipti. 

Prestur sá, sem hér um ræðir, hefur að sögn konunnar reynst gamla fólkinu með afbrigðum vel.  En nú bregður svo við, að biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson hefur sagt honum  upp í sparnaðarskyni og ekki ráðið eftirmann.  Hafa íbúar elliheimilis þessa sent biskupi bréf varðandi málið, en hann ekki virt þá svars.

Er þetta ekki dulítið undarlegur kristindómur hjá biskupi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það er væntanlega eins með þetta mál líkt og önnur þegar einungis búið að heyra aðra hlið málsins að þá sé best að bíða og sjá hvernig hin hliðin á málinu stendur, ég sé ekki að þetta þurfi að vera stór mál og eflaust er hægt að leysa úr þessu máli, þrátt fyrir þann niðurskurð sem á sér stað innan kirkjunnar.

Magnús V. Skúlason, 3.12.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband