Höfnum heræfingaþotum

Heldur þykir mér hann tortryggilegur, áhugi einhvers fyrirtækis, skráðu í Hollandi, á því að staðsetja orrustuþotur á Íslandi, í þeim tilgangi, að leigja þær út til heræfinga.  Ég get því vel skilið, að Ögmundur Jónasson samgönguráðherra gjaldi varhug við leyfisveitingu til þessa fyrirtækis.  Hitt skil ég síður, að ráðherrann skuli í því sambandi benda á, að rekstur slíks fyrirtækis hér á landi gæti skaðað fjárhagslega hagsmuni þjóðarinnar, eins þótt það sé vafalaust rétt.  Eru það ekki næg rök gegn þessari málaleitan, að hér á landi eigi ekki að vera hernaðarbrölt, svo lengi sem þjóðin fái þar nokkru um ráðið?  Ég þykist vita, að Ögmundur er þeirrar skoðunar.  Er hann ef til vill að komast hjá því, að stugga við einhverjum öflum innan Samfylkingarinnar, með því að segja það hreint út, eða óttast hann viðbrögð Keflvíkinga, vegna atvinnuástandsins þar?

Sé um síðara atriðið að ræða, sakar ekki að geta þess, að atvinnuleysið á Suðurnesjum má ekki síst rekja til þess, að langvarandi herseta Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli dró smám saman allan þrótt til eigin athafna úr staðarmönnum.  Þetta er reynsla allra, sem búið hafa í nábýli við herstöðvar, hvar í heiminum, sem vera skal.  Má í því sambandi nefna algjört hrun atvinnulífs borga og bæja í kringum herstöðvar í Bandaríkjunum sjálfum eftir fall Sovétríkjanna.  Þá var mörgum herstöðvum í Bandaríkjunum lokað og þar kom upp nákvæmlega sama staðan og í Keflavík.

Atvinnuleysi er böl og á því verður að vinna, jafnt á Suðurnesjum, sem annarstaðar.  En það verður að gera það að yfirveguðu ráði, en ekki í óðagoti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Keyrið ein svona herþotu á fullu í 4 klukkutíma út á Reykjavíkurflugvelli og reiknið svo þá sem endilega vilja fá þennan óþverra aftur í loftið yfir höfuðborgarsvæðið.

Eyjólfur Jónsson, 4.11.2010 kl. 23:56

2 identicon

Heldur betur snúið þið kumpánar hlutunum á hvolf.

Hvað sagði Jón Forseti á sínum tíma um vopnaburð og heræfingar?

Hvernig væri að skoða orðs hins mesta viskujöfurs íslenskrar þjóðar á hinum síðari öldum áður en menn bera á torg svo siðlausa fordóma gegn mannlegri reisn?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 17:44

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Ég er alfarið á móti þessu herþotuæfingarbrölti en mér finnst að rétta megi Reykjanesbæ hjálparhönd með því að úthluta sveitarfélaginu aflakvóta.   Ég las einhvers staðar að þeir hefðu sótt um kvóta til sjávarútvegsráðuneytisins en fengið neitun og endurtekinni umsókn ekki svarað!    Þessi umsókn bendir til að sjálfstæðismenn þarna sé sammála fyrningarleiðinni og er það vel og þess vert að leggja í þá vegferð með því að selja sveitarfélaginu kvóta til endurúthlutunar á sanngjörnu verði!!!   1000 t kvóti @ 100 kr/kg =100 millj. kr mundi efalítið verða auðveldur að endurselja til smáútgerða.    
Neitum herþotuæfingunum og aukum þorskkvótann um 50.000 tonn á frjálsum markaði eða til sveitarfélaga!

Ragnar Eiríksson, 5.11.2010 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband