30.10.2010 | 19:24
Flokkarnir hygla sjálfum sér á fjárlögum
Stjórnmálamenn eru nærgætnir menn, í það minnsta gagnvart sjálfum sér. Þetta má m.a. sjá á því, að á sama tíma og þeir reka niðurskurðarhnífinn inn að beini heilbrigðiskerfisins úti á landi, t.d. með því að lækka framlög til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga um 40%, þá hyggjast þeir ekki lækka ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um nema 9%
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga 304,2 milljónir króna af almannafé, að renna til þessara innantómu kjaftaklúbba og spillingarafla á næsta ári. Ofan á þá upphæð bætast svo mútur einstaklinga og fyrirtækja, jafnt erlendra sem innlendra, til flokkanna og einstakra þingmanna. Allir vita, að þar er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða.
Ekki veit ég, hvort stjórnmálamönnum tekst að telja sjálfum sér trú um, að með þessu séu þeir að tryggja lýðræði í landinu. Hitt veit ég, að almenningur trúir því ekki. Stjórnmálaflokkarnir, allir með tölu, eru helsta hindrun lýðræðisins á landi hér. Og af þeim stafar meiri bölvun, eftir því sem þeir eru stærri.
Hver einasti stjórnmálaflokkur á Íslandi er hugmyndafræðilega, siðferðilega og pólitískt gjaldþrota. Slíkir aðilar hefa ekkert með peninga að gera, síst af öllu úr hendi almennings.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
EF MENN KOMAST EKKI Á ÞING NEMA MEÐ MÚTUM- FYRIR HVERN VINNA ÞEIR ÞÁ ?
ea
Erla Magna Alexandersdóttir, 30.10.2010 kl. 20:07
Heyr, heyr...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.10.2010 kl. 01:43
Svona vesældaraumingjabittlinga hélt ég í mínum aulaskap yrðu aflagðir....
Ó,ekki.......
J.þ.A. (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 11:39
Hvort eru stjórnmálaflokkar tæki þjóðarinnar eða þjóðin auðlind pólitíkusa?
Árni Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.