Hreppaflutningar enn og aftur

Samkvæmt nýjustu fréttum er nú stór hætta á því, gangi fjárlagafrumvarpið eftir, að loka verði dvalarheimili aldraðra á Vopnafirði.  Þar búa nú 11 manns, sem ef af lokun verður, verða fluttir hreppaflutningum til fjarlægra byggða, svo sem gert var í neyð, meðan Íslendingar töldust frumstæðasta og fátækasta þjóð Evrópu.

Margt bendir reyndar til þess, að við séum enn með frumstæðari þjóðum í menningarlegu og félagslegu tilliti.  En fátæktin kvelur okkur ekki, líkt og gerðist fyrr á öldum.  Smán okkar vegna slíkra hreppaflutninga er því sínu meiri en forfeðranna.  Þeir áttu ekki annarra kosta völ.

Því miður eru mörg dæmi um hreppaflutninga á örvasa gamalmennum á Íslandi síðustu árin, bæði í tíð núverandi ríkisstjórnar og fyrir hennar tíð. 

Þessari grimmd verður að linna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, þar sem  vandamál samfélagsins eru.  Kjarklaus og huglaus!  Hér ríkir stjórnarkreppa og þingið er í upplausnarástandi.  Engin forysta er fyrir hendi, sem þing og þjóð gæti fellt sig við.  Málin verður að leysa.  Það getur ekki ríkisstjórnin og ekki þingið með núverandi stjórn!  Valið stendur því milli neyðarstjórnar og kosninga.  Síðari kosturinn er raunar ekki kostur í stöðunni miðað við ástand stjórnmálaflokkanna. http://utanthingsstjorn.is/

Auðun Gíslason, 30.10.2010 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband