28.10.2010 | 14:42
Stórt orð Hákot
Það er stórt orð, Hákot og því vissara að fara varlega með það. Einu sinni starfaði hér á landi stjórnmálaflokkur, sem fyrst árin kallaði sig einfaldlega Kommúnistaflokkinn. Nokkrum árum síðar tók hann að kenna sig við alþýðuna, hét hann á hvorki meira né minna en Sameiningarflokkur alþýðu, sósíalistaflokkurinn og loks Alþýðubandalagið.
Í þessum flokki starfaði mikið af heiðarlegu og eindregnu baráttufólki fyrir bættum kjörum alþýðu manna. Samt var það nú svo, að flokksforystan hafði yfirleitt tilhneygingu, til að líta niður á alþýðuna. Hún þjáðist nefnilega að því, sem almennt er kallað kúltúrsnobb.
Kúltúrsnobb er auðvitað eins og hver annað andlegur faraldur. Þessi faraldur varð svo skæður innan forystu umrædds flokks, að hann loganðist að lokum út af af þeim sökum.
Því rifja ég þetta upp hér, að nú fer með himinskautum í Reykjavík, hópur, er kallar sig því hákotslega heiti Siðmennt". Og snúi ég nefinu rétt upp í vindinn, finnst mér ég kenna þaðan nályktina af þeim stjórnmálaflokki, sem ég gerði að umtalsefni hér að framan.
Af einhverjum undarlegum ástæðum virðist þessi hópur fólks, rugla saman siðmennt (siðmenning?) og trúleysi. Sérstaklega fer kristindómur fyrir brjóstið á fólkinu. Hefur það nú fengið nefnd á vegum Reykjavíkurborgar til að leggja það til, að kristin trú verði útlæg ger úr grunnskólum borgarinnar, sem og öll önnur trúarbrögð, að mér skilst. Er í þessu sambandi skírskotað til trúfrelsis.
Að banna kristilegt starf í skólum í krafti trúfrelsis, er eins og að banna sögukennslu í nafni skoðanafrelsis. Reyndar er að mestu búið að þurka sögukennslu út úr grunnskólum landsins. Og hverjir skyldu hafa staðið fyrir því? Þar kom fyrst og fremst einn stjórnmálafokkur við sögu. Menn mega geta sér til um heiti hans.
Auðvitað á að efla kristilegt starf í grunnskólum í landi, þar sem yfir 90% íbúa eru kristnir. Og það á einnig að efla fræðslu varðandi önnur trúarbrögð og þá fyrst og fremst þess fólks af erlendum uppruna, sem heiðrar okkur með því, að setjast hér að. Annað væri ókurteisi og ræktun á fáfræði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki kristni að kunna Faðirvorið. Það má meira að segja færa rök fyrir því, að þeir sem kalla sig kristna, séu langt í frá kristnir, meira að segja menn eins og Gunnar Þorsteinsson og Snorri í Betel. Það má færa rök fyrir því að þeir séu meira Pálstrúar en nokkuð annað.
Trúboð í skólum á ekki að lýðast. Trúarbragðafræði er í lagi að kenna - en prestar og aðrir forkólfar trúfélaga, hafa ekkert í skólana að gera. Ekki frekar en ég, með mitt kannabistrúboð.
Skorrdal (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.