25.10.2010 | 22:05
Bæjarstarfsmönnum á Selfossi meinuð þátttaka í kvennabaráttunni
Í dag fylktu konur liði á kvennafrídaginn. Talið er að um 50.000 konur og reyndar einnig karlar, hafi komið saman í Reykjavík. Þá voru og baráttufundir á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Sem sagt, kvennabaráttan enn í góðum gír í öllum fjórðungum landsins, nema á Suðurlandi. Þar gerðist það eitt, að bæjarstjórinn á Selfossi meinaði bæjarstarfsmönnum að leggja niður störf, til að taka þátt í aðgerðunum. Tekið skal fram, að bæjarstjórinn er kona. Þetta er óneitanlega svolítið klént.
Til hamingju með daginn, konur þriggja landsfjórðunga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verð að kenna þeim sjálfum um að einhverju leyti því auðvitað gátu þær tekið sig saman um að ganga bara út. Held að Frú Arnalds hefði lítið geta sagt við því.
Einar Guðjónsson, 25.10.2010 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.