16.10.2010 | 23:53
Stjórnlagaþingið er rugl!
Á hádegi á mánudaginn rennur út framboðsfrestur til tilgangslausustu samkomu okkar tíma. Hér á ég vitanlega við stjórnlagaþingið. Vissulega er full ástæða til að breyta stjórnarskránni. En stjórnmálaflokkarnir hafa dregið vonir þjóðarinnar um stjórnlagaþing niður í hið dýpsta svað, sem hugsast gat.
Með því að gera landið allt að einu kjördæmi er gulltryggt, að blaðurskjóður einar munu ná kosningu. Og stjórnlagaþing með 25 til 30 fulltrúum er botnlaust rugl.
Breytingar á stjórnarskránni munu að lokum verða háðar vilja Alþingis, þ.e.a.s. stjórnmálaflokkanna. Og þeir munu vitanlega láta sér í léttu rúmi liggja skvaldur 25 til 30 landsþekktra blaðurskjóða. Ef stjórnlagaþingið hefði átt að hafa vægi, hefði orðið að skipta landinu í kjördæmi, þar sem í mesta lagi 1000 kjósendur hefðu staðið að baki hvers fulltrúa. Það hefði þýtt rúmlega 300 manna þing. Með þeim hætti hefði vilji allra landsmanna, án tillits til búsetu fengið notið sín.
Til viðbótar við þessa rúmlega 300 fulltrúa hefði svo þurft að kjósa, segjum 200 fulltúa hagsmunahópa til að mynda sérstaka deild á stjórnlagaþinginu. Sú deild hefði ekki haft úrslitaáhrif, en verið ráðgefandi.
Með þessum hætti hefði verið von til þess, að skapa umræður þjóðarinnar um framtíð sína. Þess í stað sitjum við uppi með kjaftaklúbb 101 Reykjavík".
Til hamingju, stjórnmálamenn; eina ferðinna enn hefur ykkur tekist að fótum troða lýðræðið". Stjórnlagaþingið er rugl!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefði ekki þetta 500 manna þing þitt orðið ofurblaðurskjóðuþing, Pjetur? Og yrði ekki biðin eftir orðinu æði-löng?
Og hvernig veiztu, hverjir af ca. 200–300 frambjóðendum til stjórnlagaþings nái inn, hvernig veiztu að það verði "blaðurskjóðurnar", eða ertu kannski búinn að flokka alla framkomna frambjóðendur sem blaðurskjóður?
Og hver er skilgreining þín á blaðurskjóðu? Er það t.d. blaðurskjóða sem ber fram rök sín og tillögur og orðlengir ekki mál sitt umfram það sem nauðsynlegt er?
Með beztu kveðju til þín yfir heiðina og til Ragnars og sr. Denis í Riftúni,
Jón Valur Jensson, 17.10.2010 kl. 03:35
Gaman að lesa þetta blogg, Pjetur. Sammála þér um blaðurskjóður og -- hvað? Atvinnunöldrara?
Sigurður Hreiðar, 17.10.2010 kl. 11:16
Þú ert nokkuð niðurstöðugjarn Pjetur - og kanski of svartsýnn.
Ég er búinn að skila inn gögnum og svo er bara að sjá hvort ég næ alla leið.
http://gorgeir.blog.is/blog/gorgeir/
Hjálmtýr V Heiðdal, 17.10.2010 kl. 22:53
ÍSLANDI ALLT, Hjálmtýr, gleymdu því aldrei.
Sjá hér: Gef kost á mér til stjórnlagaþings.
PS. Fínt nýyrði hjá þér, Hjálmtýr: niðurstöðugjarn.
Jón Valur Jensson, 18.10.2010 kl. 00:08
Ég get því miður ekki eignað mér heiðurinn af nýyrðinu. Það er vinkona okkar hjónanna sem er aldrei orðlaus og býr til ný orð ef þess þarf.
Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2010 kl. 07:38
Hana mætti nú heiðra með því að birta nafn hennar hér. Ciao.
Jón Valur Jensson, 18.10.2010 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.