Undarleg ummæli Útskálaklerks

Í gær hlustaði ég á útvarpsmessu, sem að þessu sinni var útvarpað frá Útskálakirkju.  Ekkert merkilegt við það, utan hvað nokkuð fannst mér það skjóta skökku við, þegar klerkur bað um álver í Helguvík og tók það sérstaklega fram, að þar talaði hann í Jesú nafni.

Álver eru að mínu mati birtingarform nútíma nýlendustefnu.  Ég er ekki einn um þá skoðun, þótt ýmsir séu mér ósammála í þeim efnum, eins og gengur og gerist. 

Hvað um það, ég hygg að nokkuð vel fari á því, að ræða þessi mál, án þess að blanda frelsaranum í þá umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hann gleymdi alveg að minna Jóhönnu Sigurðard, ráðherra á loforð

sem hún gaf þjóðinni, frjálsar handfæraveiðar. Ég er viss, að Reykjanesið

væru miklu betur sett í dag, hefði Jóhanna staðið sig.

Aðalsteinn Agnarsson, 11.10.2010 kl. 20:18

2 identicon

Það stendur klárlega í biblíu að Jesú vilji álver á íslandi árið 2010.
Fáðu þér svona "Bible code" hugbúnað og þú munt finna þetta þar, þú munt finna allt sem hugan lystir sko.

doctore (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband