Var Lennon úr Norðurmýrinni?

Mikið var látið með minningu Johns Lennon í Reykjavík um helgina, í tilefni þess, að 70 ár eru liðin frá fæðingu hans.  Allt gott og blessað með það.  En óneitanlega læðist að mér sú hugsun, að allt þetta tilstand sé frekar til upphafningar ekkju hans en honum sjálfum. 

Hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Bragason

Óneitanlega læðist sami grunur að mér.  Yoko er sjálf mjög áberandi og nafn hennar líka.  Ég var bara ekkert hissa þegar ég heyrði að hún hefði breytt textanum í "Give peace a change", og að sjálfsögðu kom það fram að hún hefði sjálf breytt textanum.  Ég held að hún sé svolítil frekja en ég ætla samt ekki að dæma um það.

Tónleikarnir sem haldnir voru í Háskólabíói og sýnt úr þeim í RÚV voru smá skrýtnir, Plastic Ono band að spila og Yoko Ono að flytja eitthvað ógreinilegt og ólíkt John Lennon.

Ég veit ekki af hverju, en ég hef alltaf haft þá tilfinningu að hún sé hæfileikarík, athyglissjúk og noti frægð eiginmannsins sér til framdráttar.  Er eitthvað slæmt við það? Já, hún er að troða á færasta tónlistamanni síðustu aldar.

Þórður Bragason, 11.10.2010 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband