9.10.2010 | 14:55
Frelsi til handa Liu Xiaobo og konu hans
Undanfarin ár hafa íslenskir stjórnmálamenn, með Ólaf Ragnar Grímsson í broddi fylkingar, átt erfitt með að leyna aðdáun sinni á ofbeldisstjórn kommúnísta í Kína. Reyndar á þessi aðdáun sér nokkra sögu, því við lát Maós formanns árið 1976, þótti þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, Matthíasi Johanessen við hæfi, að heiðra skálkinn og gefa út aukablað, hetjunni" til dýrðar. Þeir munu hafa verið skáldbræður, Mao og Matthías.
Nú hefur norska Nobelsnefndin úthlutað friðarverðlaunum Nobels í ár til kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. Er það vel.
Liu Xibobo situr um þessar mundir af sér 11 ára fangelsisdóm vegna skoðana sinna. Kínversk stjórnvöld hafa þegar fagnað" þeim heiðri, sem Norðmenn sýna honum, með því að taka konu hans, Liu Xia úr umferð. Ekki er vitað, hvar hún er niðurkomin.
Væri nú ekki ráð, að íslenska stjórnmálahjörðin ræki af sér slyðruorðið og krefðist opinberlega frelsis til handa þeim hjónum, en kölluðu sendiherra sinn í Kína að öðrum kosti heim og afhentu sendiherra Kína hér reisupassann í leiðinni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
'Eg hef mikið velt því fyrir mér, hvernig þessi ágæti kínverski verðlaunamaður hefur aukið friðarhorfur í heiminum. Er nú ekki einhver velviljaður snillingur, sem hefur yfirlit yfir framlag hans til friðar í heiminum, sem vill gera mér og reyndar mörgum öðrum grein fyrir þessari friðarsókn.
Eða væri kannski rétlætanlegt að kalla verðlaun Nobels-stofnunarinnar í Ósló, Dissident-verðlaunin, að þessu sinni??
Nikulás Helguson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.