5.10.2010 | 23:12
„Návígi", stórum batnandi viðtalsþáttur í Ríkissjónvarpinu
Ég var að horfa á þáttinn Návígi" í Ríkissjónvarpinu. Þar ræddi Þórhallur Gunnarsson við Önnu Jennýu Guðmundsdóttur, konuna, sem lét til sín heyra í Landsbankanum á föstudaginn, svo eftir var tekið.
Þetta er þriðja návígi" Þórhalls. Ég gagnrýndi fyrsta þáttinn og þótti lítið til hans koma. En hvílík framför! Þátturinn í kvöld var mjög góður. Þáttarstjórnandinn hélt sig til hlés, meðan viðmælandinn var í kastljósinu. Og við, hlustendur og áheyrendur fengum frið til að kynnast lífsviðhorfum heilsteyptrar manneskju, sem mig grunar, að endurspegli skoðanir stórs hluta þjóðarinnar til stjórnmálaástandsins í landinu og fjármálakerfisins.
Svona eiga viðtalsþættir þessarar gerðar að vera!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hún heitir Alma Jenný!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.10.2010 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.