„Andverðleikasamfélag"

Það var fróðlegt, að hlusta á Einar Steingrímsson stærðfræðing í Silfri Egils í dag.  Hann lýsti íslensku samfélagi sem andverðleikasamfélagi, þ.e.a.s. samfélagi, þar sem hinir vanhæfu ráða öllu og halda þeim hæfu utan allrar ákvarðanatöku.

Þetta eru stór orð, en því miður er ástæða til að staldra við þau.  Hlustið á þetta hér og dæmið sjálf.

Eitt einkenni andverðleikasamfélagsins er klíkupotið.  Stjórnmálamenn og viðhengi þeirra, komast ekki út fyrir þröngan hóp nánustu vina og vandamanna.    Stjórnmál skipta þá í raun og veru engu máli, heldur hitt, „að fá að vera með", eins og krakkarnir í sandkassanum segja. 

Stjórnmál eiga að felast í greiningu viðfangsefna og lausnar á þeim.  Stjórnmálamenn eiga að leita lausna á viðfangsefnum í samræmi við þá, sem viðkomandi mál varða.  Þetta á t.d. við um yfirstandandi fjárhagsvanda heimilinna.  Það gera þeir ekki; til þess eru þeir of uppteknir af sjálfum sér, eins og gengur og gerist í sandkössum.  Auk þess vilja þeir ekki falla í skuggann af sér hæfari mönnum.

Í öðrum tilfellum þurfa stjórnmálamenn að taka af skarið.  Þetta á m.a. við um kvótamálið.  En það gera þeir ekki.  Ef til vill eru þeir hræddir um, að styggja áhrifamikla og ríka menn, sem keypt hafa þá til áhrifa.  Hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er hárrétt hjá Einar. Hæft fólk er ávalt ógnun við þá sem eru óhæfir. Margir stjórnendur ráða ekki hæfa einstaklinga v/ótta þeirra við að þeim verði ýtt í burtu af þeim hæfu.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.10.2010 kl. 16:28

2 identicon

Hárrétt hjá Einari.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband