2.10.2010 | 14:29
Er Íslandi stjórnað af glæpaklíku?
Halldór Ásgrímsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins og ráðherra hitt og þetta var eitt sinn spurður út í kvótaeign sína. Svarið var svohljóðandi, orðrétt: Ég á ekki kvótann, mamma á kvótann". Síðan hefur mér þótt Halldór Ásgrímsson holdgerfingur þeirrar spillingar, sem þrífst í skjóli kvótakerfisins, enda er hann höfundur þess.
Nú hefur það komið í ljós, að dótturfyrirtæki Þinganess, fjölskyldufyrirtækis Halldórs, greiddi eigendum sínum arð upp á 400.000.000 krónur. Arðurinn var þó ekki meiri en svo, að nú er Landsbankinn að afskrifa á þriðja milljarða skuld Þinganess.
Er ekki svolítið erfitt fyrir stjórnmálastéttina" og bankaþrjótana, að útskýra fyrir fólkinu, sem er verið að bera út þessa dagana, að Íslandi sé ekki stjórnað af glæpaklíku?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er aumt. En glæpaklíkan lætur ekki segjast og lítur í hina áttina þegar kemur að öðrum en félögunum, enda hagur klíkunnar öllu ofar. Breytingin er bara sú að þetta er alltaf af koma meira og meira upp á yfirborðið, þ.e.a.s. óbjóðurinn sem leynist í samfélaginu.
Gísli Foster Hjartarson, 2.10.2010 kl. 16:21
Já!
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 2.10.2010 kl. 17:11
Tja ... Drulla hundar á Klambratúni? Svarið ætti að vera hið sama.
Baldur Fjölnisson, 2.10.2010 kl. 19:07
Spillingar sögurnar eru svo margar og ákærur og fangelsis dómar svo fáir að eina vitræna útskýringin er að íslenskt samfélag er gegnumsýrt af spillingu.
Mofi, 2.10.2010 kl. 19:11
Halldór gekkst stundum í því að láta eins og væri sífellt viðutan. Þennan eiginleika útnýttiu þeir Spaugstofumenn út í ystu æsar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2010 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.