15.9.2010 | 22:07
Óheilindi borgarstjóra
Kynþáttafordómar eru grafalvarlegt mál, sem allir ættu að sameinast gegn. Þegar ofbeldismenn ráðast á heimili fólks og hóta því limlestingum, vegna hörundslitar þess og það með slíku gerræði, að fórnarlömbin flýja land, þá er runnin upp stund almennrar samstöðu, til varnar þeim, sem fyrir slíkum hrottaskap verða.
Nú hefur þetta gerst í Reykjavík og því miður ekki í fyrsta sinn. Og hvað gerist þá? Efna hinar ýmsu kirkjudeildir til almennrar göngu gegn kynþáttafordómum? Koma stjórnmálaflokkarnir, námsmannafélög, verkalðýðshreyfingin, félög jafnréttissinna o.s.frv., o.s.frv. að slíkum aðgerðum?
Nei, það heyrist hvorki hósti né stunda frá þessum aðilum. Hins vegar grípur borgarstjóri gæsina og boðar til göngu Besta flokksins" n.k. laugardag, rétt eins og það sé flokkspólitíkst mál, að fá að búa í þessu landi, þótt maður sé dulítið dekkri á húðina en við náfölir norðannepjumenn langt aftur í aldir.
Þetta er ómerkileg sjálfsupphafning hjá borgarstjóra og flokki hans. Og það verður að segjast eins og er, að hún lýðst í skjóli þeirrar andlegu deyfðar, sem einkennir Íslendinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki betra að Besti fari af stað, en enginn? En eins og þú sjálfur segir: "Efna hinar ýmsu kirkjudeildir til almennrar göngu gegn kynþáttafordómum? Koma stjórnmálaflokkarnir, námsmannafélög, verkalðýðshreyfingin, félög jafnréttissinna o.s.frv., o.s.frv. að slíkum aðgerðum?
Nei, það heyrist hvorki hósti né stunda frá þessum aðilum."
Það sem ég þekki af Jóni - sem er svo sem ekki mikið, en smá þó - segir mér að þetta er ekki gert af einhverjum flokkspólitískum ástæðum, heldur af einlægni og frá hjartanu. En, má vera að ég hafi rangt fyrir mér - það hefur svo sem gerst áður.
Skorrdal (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 23:23
Fyrir mér er þetta ekkert nema hreint og einlægt ljós í því myrkri sem þú kallar "andlega deyfð" að sjá Bestaflokkinn bregðast svona snögglega við þessum hryllingi! Hvað er svona "ómerkilegt" við það að rísa upp og boða til göngu gegn kynþáttahatri?? Er ekki allt í lagi hjá þé vinur? Það að grípa gæsina á þessu augnabliki er ekkert nema laukrétt viðbrögð við því sem var að gerast, sama hvernig á það sé litið, nema staðið sé í algjöru myrkri... Afsakaðu en mér fynnst mjög dapurt að heyra fólk gera lítið úr þessu glæsilega og jákvæða framtaki Jóns Gnarrs og flokki hans. Ég skora endilega á þig og sem allra flesta að mæta til að sýna stuðning í verki!
einar snorri (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 10:33
Fyrir mér er þetta ekkert nema hreint og einlægt ljós í því myrkri sem þú kallar "andlega deyfð" að sjá Bestaflokkinn bregðast svona snögglega við þessum hrylling! Hvað er svona "ómerkilegt" við það að rísa upp og boða til göngu gegn kynþáttahatri?? Er ekki allt í lagi hjá þér vinur? Það að grípa gæsina á þessu augnabliki er ekkert nema laukrétt viðbrögð við því sem var að gerast, sama hvernig á það sé litið, nema þó staðið sé í algjöru myrkri... Afsakaðu en mér fynnst mjög svo dapurt að heyra fólk gera lítið úr þessu glæsilega og jákvæða framtaki Jóns Gnarrs og flokki hans. Því skora ég á þig og sem allra flesta að mæta, sameinast og að sýna stuðning í verki!
Einar Snorri (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.