12.9.2010 | 11:03
Þingmannaskýrslan I
Því miður bendir flest til þess, að einkavæðing bankanna hafi í raun verið rán á þjóðareignum, með hagsmuni einstakra auðmanna í huga. Sé þetta rétt, var ekki um eðlileg viðskipti að ræða, heldur hreina glæpastarfsemi þeirra stjórnmálaflokka, sem þar áttu hlut að máli. Hér er um að ræða Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.
Nú hefur komið í ljós, að fulltrúar þessarar flokka í þingmannanefndinni, komu í veg fyrir, að hún skilaði áliti varðandi bankasöluna", sem reynslan sýndi, að var í raun gjöf ríkisins á bönkunum. Þar er engrar rannsóknar þörf, að mati Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna.
Hvers vegna? Svari hver fyrir sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.