Til hamingju með daginn Þingeyingar

Í dag eru 40 ár liðin frá því, að Þingeyingar og þá einkum Mývetningar, sprengdu virkjunarstíflu í Laxárvirkjunar í Miðkvísl, eftir að hafa ítrekað en árangurslaust reynt að koma vitinu fyrir virkjunaróð yfirvöld.  25. ágúst er því merkisdagur, ekki aðeins í sögu náttúruverndar, heldur einnig lýðræðis á Íslandi. 

Þegar yfirvöld hlusta ekki á fólk, er ekki annað til ráða, en að hækka róminn.  Þetta gerðu Þingeyingar svo lengi verður í minnum haft.  Vonandi er ekki svo úr þeim allur móður, nú 40 árum síðar, að þeir láti það um sig spyrjast, að þeir knékrjúpandi væli út álver við Húsavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Tek heilshugar undir hamingjuóskirnar, en óttast að alsnægtakynslóðin taki gull framyfir gæfu.

Dingli, 26.8.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband