Orðaleikur frjálshyggjunnar á Selfossi

Eins og kunnugt er, vann Sjálfstæðisflokkurinn afgerandi sigur í bæjarstjórnarkosningunum á Selfossi nú í sumar.  Reyndar heitir sveitarfélagið víst Árborg, en það er önnur saga.

Nú hefur nýja bæjarstjórnin ráðið bæjarstjóra.  En þá bregður svo við, að bæjarstjórinn skal ekki lengur kallast bæjarstjóri, heldur framkvæmdastjóri.  Hvað skyldi búa þar að baki?

Fyrirtæki ráða sér framkvæmdastjóra.  Slíkum mönnum er eðlilega ætlað, að tryggja, að viðkomandi fyrirtæki sé rekið með hagnaði.  Fyrirtæki eru nefnilega rekin í hagnaðarskyni og tæpast nokkuð athugavet við það.  Aftur á móti er hlutverk bæjarfélaga annað.  Þau gegna þjónustuhlutverki gagnvart íbúunum.  Það hlutverk er ekki aðeins lögbundið, heldur einnig háð ýmsum siðferðishugmyndum, sem fyrirtæki falla ekki undir.

Auðvitað verður „framkvæmdastjóri" Árborgar aldrei annað en bæjarstjóri í hugum íbúanna.  En framkvæmdastjóratitilinn er merki um, að hin lamaða hönd frjálshyggjunnar láti enn, eins og hún sé í fullu fjöri.

Tungumálið er ekki aðeins tjáningarform; það er einnig valdatæki í hugmyndafræðilegum skilningi.

Að svo mæltu óska ég framkvæmda-bæjarstjóra Selfyssinga og gamalla nærsveitunga velfarnaðar í starfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju er Hið opinbera nú Valdstjórnin? Og afhverju eru lögregluþjónar nú lögreglumenn? Það hefur mörgu verið breytt í gegnum árin - og fáir taka eftir því.

Skorrdal (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband