Hvalfjarðargöng - öryggi almennings látið víkja fyrir hagsmunum einstaklinga

Nýlega skiluðu þýskir sérfræðingar á sviði ögyggismála í jarðgöngum því áliti sínu, að Hvalfjarðargöngin uppfylltu ekki á nokkurn hátt öryggiskröfur, sem til slíkra mannvirkja eru gerðar.

Nú hefur komið í ljós, að fyrir margt löngu, bentu menn á, að ekki væri verjandi, að bensínflutningar færu fram um göngin, nema þá á nóttinni.  Þáverandi samgöngumálaráðherra skipaði nefnd til að gera tillögur um úrbætur í öryggismálum gangananna.  Og viti menn.  Þar kom fram tillaga um, að bensínflutningar um Hvalfjarðargöng, yrðu aðeins heimilaðir á nóttinni.  Sú tillaga var hins vegar keyrð niður af fulltrúa olíufélaganna í nefndinni.

Þetta vekur óneitanlega eftirfarandi spurningu; hví var olíufélugunum gefinn kostur á að skipa fulltrúa í þessa nefnd.  Svarið er einfallt; þau eru hagsmunaaðilar.  En ein spurning leiðir af sér aðra; á að taka hagsmuni einstakra aðila, s.s. olíufélaga, fram yfir öryggi almennings?  Viðkomandi ráðherra velktist sýnilega ekki í vafa um það.

Auðvitað á að banna bensínflutninga um Hvalfjarðargöng, sem og önnur jarðgöng, nema á næturnar og þá með því skilyrði, að um leið sé lokað fyrir aðra umferð.  Öryggi heildarinnar ber ævinlega að taka fram yfir hagsmuni einstaklinga!  Svo einfallt er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að tankbílar með allt að 40 þús. lítra af bensíni í eftirdragi fái að fara þarna undir er auðvitað fáránlegt og ætti að banna í dag.  Annað sem má velta fyrir sér er hve miklum fjármunum hefur verið varið í að halda uppi atvinnu fyrir fjölda manns við norðurenda ganganna við það eitt að taka við greiðslu fyrir notkun ganganna.  Þetta má allt gera án þess að vera með heila skipshöfn (þegar göngin voru byggð var mikið lagt uppúr því af Skagamönnunum að áhöfn Akraborgarinnar fengi vinnu við  að taka við peningum við göngin)  þarna og hefði þessum fjármunum verið betur varið í að gera þessi hættulegu göng öruggari.

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 15:08

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Algert lágmark að banna umferð tankbíla fyrir utan milli kl. 1 að nóttu til 5 að morgni.

Eins og aðstæðum er háttað, myndi árekstur tankbíls við annan - að ef tankbíllinn svo fer á hliðina og eldsneytið flæðir út, þá er engin leið að forðast manntjón að ef þá kviknar í.

En, ólíklegt verður að telja, að þeir sem þá eru inni í göngunum sleppi almennt lifandi.

Þ.e. flestir muni örmagnast og kafna, áður en þeir ná að hlaupa út úr kolbikasvörtu reykjarkófinu.

------------------------

Gríðarlegt ábyrðgarleysi að heimila tankbíla-umferð, að degi til.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.8.2010 kl. 16:20

3 identicon

Eins og allar öryggisprófanir hafa leitt í ljós þá eru Hvalfjarðargöngin slysagildra.  Allar prófanir og æfingar hafa leitt í ljós að ekki sé hægt að bjarga neinum í göngunum Reykjavíkurmegin ef meiriháttar slys eða bruni á sér stað, og því þurfi að fara með allan björgunarútbúnað með þyrlu eða öðru flugi til Akranes til að sinna öllu björgunar- og hjálparstarfi í göngunum.

Brynja (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband