28.7.2010 | 21:02
Eiðrof á Landspítalanum?
Í Fréttablaðinu í dag kemur fram, að Landspítalinn hafi notað raunverulegar sjúkraskrár og það án vitneskju, hvað þá heldur samþykkis viðkomandi sjúklinga, til kennslu varðandi upplýsingakerfi sjúkrahússins. Persónuvernd hefur málið til athugunar.
Í bréfi framkvæmdastjóra lækninga til Persónuverndar, kemur fram, að hvorki Landspítalinn, siðanefnd hans né embætti landlæknis, hafi séð nokkuð athugavert við þetta háttarlag, enda hafi þetta átt sér stað í lokuðu rými frammi fyrir eiðsvörnum hópi".
Þegar fólk er ráðið til starfa á heilbrigðisstofnunum, undirritar það þagnareið. Sá eiður felur í sér skilyrðislausa þagnarskyldu varðandi sjúklinga gagnvart utanaðkomandi fólki. Þessi eiður takmarkar auðvitað ekki rétt startsfólks til innbirgðis upplýsingamiðlunar varðandi heilsu sjúklinga, sé hún á faglegum nótum. Hins vegar er honum ætlað að koma í veg fyrir, að upplýsingar um sjúklinga berist óviðkomandi fólki. Slíkt hefur þó greinilega átt sér stað í þessu tilfelli. Því hlýtur sú spurning að vakna, hvort breyting hafi orðið á réttarstöðu sjúklinga. Er það e.t.v. talið í stakasta lagi, að fólk, sem undirritað hefur þagnareið, láti eins og slíkur eiður sé marklaus? Og hver er þá réttarstaða sjúklinga, hvort heldur er um líkamlega eða andlega sjúkdóma að ræða?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var ekki sjúkraskrá Vigdísar forsetaframbjóðanda falin fyrir hnýsnum á meðan hennar framboð stóð ?
Margrét Sig (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.