Furðuleg yfirlýsing forsætisráðherra

Í dag féll dómur í Hérðasdómi Reykjavíkur varðandi myntkörfulán.  Forsætisráðherra hefur þegar lýst því yfir, að dómurinn sé rökréttur. 

Nú er það svo, að ríkisvaldið á að heita þrískipt, milli löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.  Allir vita, hvernig framkvæmdavaldið hlutast til um verksvið löggjafarvaldsins.  En það er lágmarkið, að forsætisráðherra sýni stjórnkerfi ríkisins þá virðingu og þann skilning, að hann opinberi ekki skoðanir sínar á störfum og úrskurðum dómstóla.

Þögnin er ekki endilega til skaða, Jóhanna Sigurðardóttir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þakka þessa athugasemd.  Betur að fleiri skildu hve dómstólar hafa veriðundir miklum og óeðlilegum þrýstingi með lygaáróðri um annað fall banka og þjóðfélagsins.

Hví rita svo fáir um, allar afskriftirnar sem Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson, Sigurður Einarsson, Jón Ásgeir Jóhannesson ,m Bjarni ármannsson og fl spjátrungar hafa fengið á kostnað okkar en básúna á sama tíma, minniháttar sneiðing af köku fjárfesta og ,,erlendra kröfuhafa" em eru að því er virðist, helstu gæludýr þessarar ,,hreinræktuðu félagslegru stjórnar" eða hvern dj. þetta lið kýs að kalla sig.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 23.7.2010 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband