Rangæingar á réttu róli

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, fylgdi séra Halldór Gunnarsson í Holti undir Eyjafjöllum eftir samþykkt fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi, og skoraði á þá fulltrúa flokksins á Alþingi og í sveitastjórnum, sem þegið hafa styrki frá vafasömum aðilum, að segja af sér.  Nefndi hann sérstaklega í þessu sambandi þá Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann og Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa.

Eitthvað virðist þessi málflutningur klerksins hafa farið fyrir brjóstið á flokksforustunni, því hún kom í veg fyrir, að tillaga hans um þetta efni, færi inn í stjórnmálaályktun fundarins.  Lagði séra Halldór tillöguna þá fram sem fundarsamþykkt og fór allt á sama veg, fundarstjóri, Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður,  taldi ekki þörf á atkvæðatalningu og sagði tillöguna fallna.  Við þetta kom upp kurr meðal fundarmanna og var atkvæðagreiðslan þá endurtekin.  Reyndist hún hafa verið samþykkt.

Fótgöngulið Sjálfstæðisflokksins sýndi þarna flokksforystu sinni meiri hörku en forysta Samfylkingarinnar hefur mátt þola frá sínu fólki.  Ætli Sjálfstæðisflokkurinn sér framtíð í íslenskum stjórnmálum, tekur hann tillit til þessa.  Og ef fótgöngulið Samfylkingarinnar vill ekki að flokkur þess dagi uppi, tekur það á sig rögg og sýnir spillingaröflum síns flokks rauða spjaldið, eins og Sjálfstæðismenn hafa nu gert á sínum vallarhelmingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Rétt metið hjá þér gamli félagi. Sjálfstæðismönnum þykir vænna um flokk sinn en svo að láta þetta styrkjamál, þá aðallega Guðlaugs Þórs, daga uppi. Þeir ætla ekki að láta sárafáa einstaklinga skaða flokkinn frekar en orðið er. Rangæingar með Halldór í Holti í forystu skoruðu mark á landsfundinum. Geir Waage flytti einnig magnaða hugvekju á landsfundinum um siðferði.  

Jón Baldur Lorange, 27.6.2010 kl. 19:16

2 Smámynd: Dingli

Spillingin í Sjálfstæðisflokknum nær miklu dýpra en til þeirra aura sem gaukað var að Guðlaugi. Og miklu, miklu dýpra en klinkið sem Gísli litli fékk í kosningasjóð sinn. Gísli Marteinn má þó eiga það að hann stóð sig vel við að stöðva ránið á Orkuveitunni. Kannski á að slátra honum þess vegna!

Þið vitið er það ekki, að þúsundum milljarða! var stolið af Íslensku þjóðinni undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.

 Eitt eða tvö jeppaverð til kosningasjóða heimskulegra prófkjara, er sem flugnaskítur á vegg í samanburðinum. 

Dingli, 27.6.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála ykkur Pjetur Hafstein og Jón Baldur

Jón Snæbjörnsson, 28.6.2010 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband