Ósigur Bjarna Benediktssonar

Pétur Blöndal er einfari íslenskra stjórnmála.  Hann hefur jafnan farið sínar eigin leiðir og fáir fylgt honum eftir.  Það hlýtur því að vekja athygli, þegar hann býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins og það að morgni kjördags, og fær 30% atkvæða, meðan sitjandi formaður fær einungis 62%.  Auðir og ógildir seðlar virðast svo hafa verið 8%.

Mér er ekki ljóst, hvort Bjarni Benediktsson er raunsæismaður eður ei.  Ræða hans á landsfundi flokksins, þar sem hann hvítþvær flokkinn af allri ábyrgð á núverandi stöðu mála í landinu, virðist að vísu benda til, að hann lifi fremur í heimi draums en vöku.  Engu að síður hlýtur að mega vænta þess, að hann geri sér ljóst, að úrslit formannskjörsins eru í raun persónulegur og pólitískur ósigur hans.  Flokkurinn í heild sinni, mun bera þann ósigur á herðum sér, nema Bjarni taki staf sinn og hatt og láti öðrum eftir forystu á hægri væng íslenskra stjórnmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tveir mætir menn sóttust eftir formennsku. Annar vann með tvöföldum mun.

Pétur er heiðarlegur og hefur mikið fylgi. Sama má segja um Bjarna, sem hefur náð kosningafylgi xD úr 22% upp í 40%+ í skoðanakönnunum.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 03:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóhann Gunnarsson.

"... hefur náð kosningafylgi xD úr 22% upp í 40%+ í skoðanakönnunum."

Skoðanakannanir eru ekki kosningar.

Úrslit kosninga eru oft allt önnur en "fylgi" í skoðanakönnunum.

Ríkjum og bæjarfélögum er ekki stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum og skyggnilýsingafundum, heldur kosningum sem hérlendis eru yfirleitt á fjögurra ára fresti.

Þorsteinn Briem, 27.6.2010 kl. 15:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bjarni [Benediktsson] var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 29. mars 2009, er Geir H. Haarde hvarf af vettvangi stjórnmála.

Hann tilkynnti um formannsframboð sitt eftir að Geir tilkynnti um ákvörðun sína að hætta, 31. janúar. Bjarni sigraði Kristján Þór Júlíusson í formannskjörinu. Bjarni hlaut 990 atkvæði, tæp 60%, en Kristján Þór 688, tæp 40%."

Bjarni Benediktsson
- Wikipedia


Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í síðustu alþingiskosningum
, 25. apríl í fyrra, EFTIR að Bjarni var kosinn formaður flokksins, og hann hefur setið á Alþingi frá árinu 2003.

Alþingiskosningar 2009 - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 27.6.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband