Hvað ætlar forysta Sjálfstæðisflokksins að gera í máli Guðlaugs Þórs?

Í júlímánuði árið 2005 sagði stjórn FL-Group af sér með formanninn í broddi fylkingar.  Umræddur formaður var Inga Jóna Þórðardóttir, sem um skeið var forystumaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.  Þetta sama ár settist eiginmaðu hennar, Geir Haarde, í stól formanns flokksins, eftir að hafa verið varaformaður.  Hann var fjármálaráðherra til 27. september umrætt ár en varð þá utanríkisráðherra.

Af þessu má ljóst vera, að þegar árið 2005, vildi manneskja úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins þvo hendur sínar af samvistum við FL-Group.  Samt sem áður þáðu ýmsir frambjóðendur flokksins í prófkjöri árið eftir, háar fjárhæðir frá umræddu fyrirtæki.  Og hvað um flokkinn sjálfan?

Nú reyna ýmsir að láta sem óheiðarleiki og jafnvel hrein glæpastarfsemi í íslensku efnahagsbólunni hafi verið öllum hulin allt fram á haustið 2008.  Þetta er ekki rétt; ýmsir vöruðu við því, sem var að gerast.  En hvorki stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn né þorri þjóðarinnar vildi hlusta á varnaðarorðin.  Því fór sem fór. 

Við breytum ekki því sem liðið er. En við getum bætt fyrir það!  Til þess að svo megi verða, þurfa þeir stjórnmálamenn, sem þegið hafa fé frá FL-Group og öðrum vafasömum fyrirtæknum, að segja af sér.  Í því sambandi hlýtur það að teljast undarlegt, að Guðlaugur Þór, styrkjakóngurinn sjálfur, skuli enn sitja á Alþingi.  Einu má gilda, hvað hann er að hugsa.  En á hvaða róli er forysta Sjálfstæðisflokksins í þessu máli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að málið sé ekki á hans valdssviði. Þeir ætla því ekkert að gera annað en bíða af sér storminn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 14:37

2 identicon

Enda hafa sjálfstæðismenn reynslu af því að burtséð frá gjörðum sínum, eiga þeir atkvæði sinna sauðtryggu kjósenda vísa. Af hverju að breyta einhverju sem ekki þarf að breyta.

Einar Marel (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 15:05

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þegar þið eruð til í að sæta ábyrgð og láta kveða upp yfir ykkur dóma fyrir brot sem þið frömduð ekki - látið þá vita -

Fólk er að hrökklast úr starfi vegna ofbeldis ( opinberar ásakanir eru líka ofbeldi ) og ætti nóg að vera að gert. Ekkert af þessu fólki sem fékk styrkina braut lög - hvorki Steinunn Valdís - Guðlaugur - Dagur B - Helgi Hjörvar o.fl. þetta fólk fékk styrki - engin brot voru framin. Stóru földu styrkirnir til Samfylkingarinnar voru ekkert lögbrot - það voru stóru styrkirnir til Sjálfstæðisflokksins ekki heldur - XD var reyndar með sitt opinbert og ákvað að endurgreiða styrkina - löglega styrki - enda fór vinstrimafían á hliðina vegna þeirra og fjölmiðlar löptu allt upp.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.6.2010 kl. 09:38

4 Smámynd: Dexter Morgan

Ólafur Ingi, þú hlýtur að skíta bláu....

Dexter Morgan, 25.6.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband