Vanhugsaðar hugmyndir um styttingu hringvegar

Tæpast getur það talist flókið mál til skilnings, að þéttbýli í þjóðbraut bjóði upp á ýmsa möguleika, sem afskekktari bæir og þorp gera ekki.  Í ljósi þessa verður að líta andstöðu Blöndósinga og raunar Húnvetninga allra, við fyrirhuguðum breytingum á hringveginum, enda mundu þær leiða til þess, að bærinn yrði ekki lengur í alfara- leið.

Eini ávinningurinn af þessari breytingu yrði sá, að leiðin milli Akyreyrar og Reykjavíkur mundi styttast um 14 kílómetra.  Skiptir sá tófuskottsspotti svo miklu máli, að eina þéttbýli Húnvetninga í þjóðbraut, þurfi að gjalda fyrir það, með verulegri fækkun atvinnutækifæra og þar með snauðara atvinnulífi og meðfylgjandi fólksfækkun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Pétur félagi.

Hver er munurinn á 14 km og 140 km? Á að stytta hringinn fyrir austan með því að leggja hann um Öxi? Stendur hringvegurinn undir nafni ef hann liggur ekki um Ísafjörð?

Ekki veit ég. En ætli ég á Blönduós, fer ég þangað. Stytting vegarins aftrar mér ekki. En ég hef vel að merkja oft farið Svínvetningabraut á leið til Akureyrar eða þaðan á leið suður. Tímamunurinn er sáralítill - eins og nú er ástatt.

Góðar kveðjur - Jón Dan.

Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 02:27

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fyrir hverja er hringvegurinn? Er hann einungis fyrir Akureyringa, eða er hann fyrir sem flesta byggðarkjarna?

Ef menn eru með hugmyndir um breytingar á þjóðvegum landsins er ekki úr vegi að skoða hlutina út frá fleiri sjónarmiðum en styttingu, sér í lagi ef styttingin er einungis fyrir ákveðinn hluta landsmanna.

Það má víða laga vegakerfið, það má einnig víða stytta vegina. Þetta er hægt að gera án þess að kauptún séu tekin úr sambandi við umferð.

Það væri einnig hægt að stytta vegakerfið beinlínis með því að elta kauptúnin uppi. Til dæmis er hægt að gera góðan veg milli Blönduós og Sauðarkróks, þvert yfir Skagafjörðinn og í gegn með göngum yfir í Eyjarfjörð. Með slíkum vegi væri verið að stytta vegalengdina mun meira en 14 km, auk þess sem Öxnadalsheiðin leggst af, einhver verst vegatálminn á veturna.

Gunnar Heiðarsson, 22.6.2010 kl. 06:47

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

gjalda fyrir, "með verulegri fækkun atvinnutækifæra"

Þú ert þá að tala um þá sem vinna í N1 skálanum og veitingahúsinu Pottinum og pönnunni?

Er ekki lítið mál að byggja upp veitingasölu við Svínvetningabraut, þar er fyrir Hótel Húnavatn. Þar myndi aldeilis atvinnutækifærum fjölga. Er ekki einfaldara að 20 Blöndósingar keyri 7 km í vinnuna, heldur en að hundruð eða þúsund ferðamanna keyri aukalega á hverjum sumardegi 14 km á hringleiðinni.

Ekki vorkenni ég eigendum N1 . Þeir voru ekki í neinum vandræðum með að byggja nýjan risavaxinn söluskála, þegar leiðin um botn Hrútafjarðar var færð.

Skeggi Skaftason, 22.6.2010 kl. 10:02

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Leyfi mér að setja hér inn stúf úr grein eftir Húsvíkinginn Björn Sigurðsson, sem nokkuð gjörla þekki þessi mál:

Fyrir rúmum 30 árum fór ég að taka þátt í ferðaþjónustu með aðsetur á Húsavík. Á þessum tíma var þó nokkuð talað um galla þess að þjóðvegurinn milli Akureyrar og Mývatns var í 40 km. fjarlægð frá Húsavík og menn vildu leita leiða til að fá þann veg nær Húsavík sem að sjálfsögðu gekk alls ekki þannig að við urðum að finna aðrar leiðir til að fá ferðafólk til að stoppa á Húsavík.Nýjar hugmyndir skutu rótum þannig að núna þegar komin er 21 öldin þá blómstrar ferðaþjónustan hér í bæ og bara stórkostlegt að ganga um miðbæinn og hafnarsvæðið á fögrum sumarmorgni, því oft er hægt að telja hér 12-15 rútur, mikið af einkabílum, bílaleigubílum og ekki má gleyma öllum Húsbílunum sem hér hafa viðdvöl og fólksfjöldinn eftir því.

…

Og takið nú eftir góðir lesendur, eitt af því óæskilega á Húsavík er þjóðvegurinn sem fer um miðjan bæinn okkar í stað þess að hafa hann í hæfilegri fjarlægð og lofa þeim sem eiga erindi að koma hér og njóta þess sem hér er án þess að þurfa að vera í ryki og óþef af öllum þeim bílum sem bara fara hjá.Sama umræða er á Akureyri, ég er viss um að margir þar mundu fagna því ef öll sú umferð sem fer gegnum Akureyri án þess að stoppa gæti farið aðra og greiðari leið í stað þess að vera með mörg hringtorg og nokkur umferðaljós sem oftast eru þannig að það þarf að stoppa við hver ljós með allri þeirri mengun sem verður óhjákvæmileg bæði með því að vera bæði að bremsa stöðugt og ná svo aftur viðunandi veghraða.

Svo hef ég tilhneigingu til að taka að nokkru leyti undir með Skeggja, sjá hér að ofan.

Mbkv

Sigurður Hreiðar, 22.6.2010 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband