Íslandspóstur úti á túni

Hún Maddý í Húsinu á túninu á Sigló er auðvitað eina Maddýin í Húsinu á túninu á Sigló.  Og vitanlega er það klárt mál, að allir í bænum vita hver hún er, og þá alveg sérstaklega pósturinn, sem ber henni bréf.  Annað hvort væri nú í 1200 manna plássi.

En nú hefur það komið í ljós, að hjá gáfnaljósunum á Íslandspósti í Reykjavík er bannað að senda bréf til Maddýar í Húsinu á túninu, nema það sé áritað með kirkjubókarfærðu nafni og húsnúmeri upp á reykvískan móð.  „Skýtt með alla skynsemi", segja þeir fyrir sunnan og þykir fínt. 

Banni þessu til árettingar, hefur Íslandspóstur tekið sér það bessaleyfi, að opna bréf til Maddýar í Húsinu á túninu, að sögn þeirra á póstinum, til að ganga úr skugga um, að bréfið þar arna sé örugglega til Maddýar í Húsinu á túninu.

Það leynir sér ekki; mannskapurinn hjá Íslandspósti í Reykjavík er laglega úti á túni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta er alveg gríðarlegt stórmál verð ég að segja ! Skildi þetta stórvaxna vandamál leiða til þjóðargjaldþrots eða mögulega heimsendis ?

Brynjar Jóhannsson, 4.6.2010 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband