Eru stjórnvöld í Ísrael gengin af göflunum?

Óþarft er að rekja nýjustu tíðindi fyrir botni Miðjarðarhafs hér.  Ætla mætti, að Ísraelsmönnum væri það sérstakt keppikefli, að glata samúð umheimsins.  Að láta sér detta það í hug, að útskýra morð á vopnlausu fólki um borð í hjálparskipi, með því, að skotið hafi verið á þrælvopnaða úrvalshermenn úr teygjubyssum, er kaldhæðni handan mannlegs skilnings.

Hvað okkur Íslendinga varðar, hlýtur það að vekja nokkra athygli, að fyrst nú, 23 árum eftir stofnun samtakanna Ísland-Palestína, skuli utanríkismálanefn Alþingis hafa kallað fulltrúa félagsins á sinn fund vegna ástandsins í Palestínu.  Vonandi er þetta merki þess, að Íslendingar taki loks einarða afstöðu með þeim, sem berjast fyrir rétti palestínsku þjóðarinnar til sjálfstæðis.  Með því yrði ekki aðeins Palestínumönnum rétt hjálparhönd, heldur einnig þeim fjölmörgu gyðingum, innan og utan Ísraels, sem barist hafa fyrir friði í þessum stríðshrjáða heimshluta.

Það vekur sérstaka athygli, að um borð í hjálparskipunum sex, voru m.a. gyðingar, sem lifðu af helför gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.  Hver hefði trúað því, að það fólk ætti eftir að standa frammi fyrir nöktum byssukjöftum ísraelska hersins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vopnlaust var þetta fólk ekki: http://www.youtube.com/watch?v=JvS9PXZ3RWM þótt RÚV (Sjónvarpið/Kári Gylfason) hefði í gær sagt að þeir hefðu haft prik. Þykk járnrör var það heillinn. Það eru vopn á Íslandi og menn hafa verið dæmdir fyrir að beita slíkum andskota á annað fólk

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.6.2010 kl. 08:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Burtséð frá því, hvort Ísraelsmenn hafi haft nokkra heimild til að kyrrsetja skip á þessu svæði, er hitt staðreynd viðurkennd (af hálfu mótaðila þeirra, sem réttlætti þetta í BBC í fyrrinótt) að ráðizt var að fyrstu ísraelsku hermönnunum sem sigu niður á þilfar skipsins í vaði úr þyrlu, m.a. með barsmíðum með málmstöngum, og a.m.k. tveir þeirra drepnir, einum þeirra e.t.v. drekkt. "Nokkrir" hinna níu voru Ísraelsmenn. Afar ólíklegt er, að þetta hafi verið á áætlun Ísraelsmanna: að fórna lífum eigin manna; þá hefðu þeir frekar varpað niður táragassprengjum, en einmitt það hefði mátt skilja sem frumkvæði þeirra að einhvers konar árás á menn á skipinu.

Þar að auki þurfa gagnrýnendur að skýra, af hverju Ísraelsmenn drápu engan á hinum skipunum fimm, sem tekin voru í skipalestinni. Var þar ekki um friðsamlegri áhafnir að ræða?

Þetta síðastnefnda þykir kannski einhverjum lýsa fordómum gegn friðarsinnum um borð í skipinu Mavi Marmara. En voru þeir í raun friðarsinnar? Loftur Þorsteinsson verkfræðingur hefur grafið upp upplýsingar um skipið, að "áhöfnin var tyrknesk, það sigldi frá Tyrklandi og það var gert út af félagskap ofsatrúaðra múslima í Tyrklandi, sem nefnist İnsani Yardım Vakfı (IHH)." Og hann bætir við:

"Einn þeirra sem þekkja vel til þessa félagsskapar er Henri Barkey professor við Lehigh Háskóla og sérfræðingur um Tykland og Mið-Austurlönd. Hann segir:

"The organization that sponsored this is an Islamist organization that has long-term ties with Hamas," en það þau samtök hafa skammstöfunina IHH.

Svo vísar Loftur í þessa vefheimild: http://www.discoverthenetworks.org/groupProfile.asp?grpid=7544, þar sem þetta kemur fram:

"Belying the dove of peace whose image appears on its logo, IHH overtly supports Hamas, is sympathetic to al Qaeda, and maintained regular contact with al Qaeda cells and the Sunni insurgency during the bloodiest stretches of the Iraq War. IHH has supported jihadist terror networks not only in Iraq, but also in Bosnia, Syria, Afghanistan, and Chechnya. According to Carnegie Endowment analyst Henri Barkey, IHH is “an Islamist organization” that “has been deeply involved with Hamas for some time.” A 2006 report by the Danish Institute for International Studies characterized IHH as one of many “charitable front groups that provide support to Al-Qaida” and the global jihad.

According to a French intelligence report, in the mid-1990s IHH leader Bülent Yildirim was directly involved in recruiting “veteran soldiers” to organize jihad activities, and in dispatching IHH operatives to war zones in Islamic countries to gain combat experience. The report also stated that IHH had transferred money as well as “caches of firearms, knives and pre-fabricated explosives” to Muslim fighters in those countries.

A 1996 examination of IHH telephone records showed that repeated calls had been made to an al Qaeda guest house in Milan and to Algerian terrorists operating in Europe. That same year, the U.S. government formally designated IHH as a terrorist organization with ties to extremist groups in Iran and Algeria, and as a facilitator of terrorism in Bosnia."

Ef allt þetta er rétt, má sannarlega efast um, að þarna hafi verið friðarsinnar á ferð, og frumkvæði þeirra að því að reyna að drepa Ísraelsmenn virðist mér óumdeilanlegt.

Mjög er ólíklegt, að Ísraelar hefðu talið sér til framdráttar að eiga frumkvæði að tilefnislausu fjöldamorði.

Jón Valur Jensson, 2.6.2010 kl. 09:08

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Gamlir gyðingar úr útrýmingarbúðum nazista, þingmenn Evrópusambandsins, þingmaður frá Ísraelþingi og nokkrir ofur-Svíar þ.m.t. nokkrir heimsþekktir listamenn voru um borð í skipunum. Nú skutu þeir sig í fótinn.

http://edition.cnn.com/2010/WORLD/meast/06/01/gaza.raid.eyewitnesses/index.html

Júlíus Valsson, 2.6.2010 kl. 11:54

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt með planlagt og útspekúlerað af israel og IDF.

Þetta var refsing eða lexía og þá aðallega hugsað uppá framtíðina.

Skilaboðin:  Ekki skipta ykkur af pyntingum okkar á palestínuþjóðinni.

Og ennfremur að hræða fleiri fólk frá að reyna að rjúfa umsátrið um Gaza.

Allt mjög israel (IDF) style og ekkert sem kemur sérstaklega á óvart.  Þeir myrtu þarna tugi manna og særðu fleiri fleiri tugi.  Skutu þá í hausinn.  Tóku af lífi í refsingar- og lexíuskyni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2010 kl. 12:48

5 identicon

Nej, Júlíus Valsson. Det var ingen Holocaustöverlevare med. Knappast  någon världsberömd svensk heller, utom Henning Mankell.

Från Sverige 11 personer. 

Mattias Gardell: anarkist och religionshistoriker, författare till boken "Bin Laden i våra hjärtan" Initiativtagare tillsammans med

Dror Feiler, konstnär, beryktad bråkstake som hela Sverige känner till. Ordförande i "Judar och Palestinier för fred",som  sedan en tid tillbaka avsagt sig sitt israeliska medborgarskap.

Edda Manga,  Gardells fru av syriskt? ursprung.Idéhistoriker.

Mehmet Kaplan, förr talesman för Sveriges Muslimska Råd, nu riksdagsman för miljöpartiet.

Ulf Carnehed från socialistiska Broderskapsrörelsen i Sverige.

Viktoria Strand , läkare  medlem i Appell Gaza

Henning Mankell, författare

Henry Ascher, barnläkare, aktivist KFML(r)  (revolutionärerna) när det begav sig.,styrelsemedlem i Ship to Gaza.

Kimberley Soto Aguayo, Palestinagrupperna

Amil Sarsour ,ordförande i en organisation för invandrare i Uppsala

Saman Ali  kassör i Ship to Gaza

 Jag tror inte det är för mycket sagt att en gemensam nämnare för dessa personer är mer eller mindre rabiat inställlning till Israel.

Mattias Gardell och hans fru lär ha varit om bord på den turkiska båten, den som var lastat med 400 personer och där alla dödsskjutningar ägde rum. 

Vi har inte hört deras version än eftersom de inte kommit hem till Sverige.

Broderskaparen Carmesund gav en sansad och trovärdig version av händelseförloppet medan Mankell i någon mån tillgrep överord när han påstod  att israelerna skjutit på sovande personer men när han pressades av svenska Radion hade han hört detta av någon som han menade tillförlitlig person. Carmesund och Mankell färdades med samma båt.

S.H. (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 19:28

6 identicon

.. Ulf Carmesund från socialdemokratiska Broderskapsrörelsen....átti thetta ad vera.

S.H. (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband