Ríkisstjórnin siglir undir fölsku flaggi

Á krepputímum, slíkum, sem nú eru á Íslandi, eiga stjórnvöld um tvennt að velja til úrbóta.  Annað hvort hækka þau skatta eða draga saman seglin í velferðarkerfinu.  Taki þau fyrri kostinn, standa þau vörð um hag þeirra, sem betur mega sín.  Ef þau á hinn bóginn velja þann kostinn, að kreppa að velferðarkerfinu, bitnar það óhjákvæmilega á þeim, sem minna mega sín.

Samdráttur hins opinbera til velferðarmála, t.d. til heilbrigðismála, þýðir einfaldlega, að aukinn kostnaður færist á herðar sjúklinga.  Ríkið fær áfram sitt, en í stað þess, að taka það úr sameiginlegum sjóði allra landsmanna, sjúkra jafnt og heilbrigðra, gengur það enn frekar í vasa sjúklinga.

Það er því eðlilegt, að hægri menn kjósi leið skattalækkana, meðan vinstir menn kappkosta, að standa vörð um velferðarkerfið.  Sú ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, að draga stórlega úr framlögum til velferðarkerfisins, er því dæmigerð fyrir hægrisinnaða stjórnmálamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Leppstjórn AGS gekk of langt með ákvörðun Blairistanna og Vg!  Steingrímur og Jóhanna og félagar virðast álíta að "vinstri" sé einhverskonar fylgihlutur, "assesorie" frá skartgripasalanum, til skrauts án innihalds!

Auðun Gíslason, 15.5.2010 kl. 00:32

2 Smámynd: Dingli

Pétur og Auðun, stjórnvöld virðast ekki skilja það að þetta öryrkjadót og aðrir aumingjar, eyða aurunum sínum í flestum tilfellum til hagsbóta fyrir ríkiskassann. Þetta pakk sníkir mat frá rauðakrossinum og öðrum hjálparstofnunum, en kaupir brennivín og dóp fyrir þá lús sem það fær úr þeim sjóðum, sem við öll borgum í með glöðu geði til að eiga varasjóð ef heilsan gefur sig. Að taka umfram aurinn að vesalingum þessa þjóðfélags er því bara tap, eins og sýnt sig hefur með því að brennivínssalan minkaði um 30% miðað við sama tíma í fyrra.

Dingli, 16.5.2010 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband