9.5.2010 | 12:04
Er Halldór Ásgrímsson fursti?
Fyrr á öldum var það talið sjálfsagt mál, að furstar einir og aðrir aðalsmenn, væru að vasast í stjórnmálum. Furstarnir efuðust ekkert um það, að vald þeirra kæmi milliliðalaust frá Guði. Aftur á móti voru þeir milliliðir milli Guðs og aðalsmanna.
Þessar hugmyndir tóku að víkja á Englandi á 17. öld. Þar með var lagður grunnur að nútíma lýðræði. Reyndar áttu sumir furstarnir svo erfitt með að skilja þessa þróun, að þeir hættu ekki að þvælast fyrir henni, fyrr en undir axarblaði fallaxarinnar. En það er önnur saga.
Það þarf tæpast að velkjast fyrir nokkrum manni í nútíma lýðræðisríkjum, að stjórnmálamenn þiggi vald sitt frá fólkinu. Furstar liðinna tíma töldu sig auðvitað ekki þurfa að standa neinum reiknisskap gjörða sinna, nema Guði; hann hafði nú einu sinni veitt þeim völdin. Stjórnmálamönnum nú á tímum á hins vegar að vera ljóst, að þeir eru ábyrgir gagnvart almenningi. Það var því svolítið undarlegt, að heyra Halldór Ásgrímsson svara þeirri spurningu í Kastljósi, hvort hann skuldaði þjóðinni afsökunarbeiðni vegna hrunsins, að hann sem kristinn maður bæðist fyrirgefningar í kirkju.
Það kann ekki góðru lukku að stýra, þegar stjórnmálamenn rugla saman stjórnmálum og trúmálum, eins þótt þeir hafi lokið pólitískri þátttöku sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Halldór Ásgrímsson er kvótafursti. Milliliður Guðs fiskana og Tortola.
..........undir axarblaði fallaxarinnar.
Veit ekki hversvegna þetta setningarbrot þitt bætti geðheilsu mína verulega og á stundinni. Ef til vill hef ég í fyrra lífi líkt og þessu, verið böðull.
Dingli, 10.5.2010 kl. 05:22
Lengi vel var páfi óskeikull. Í byrjun 18. aldar voru innleidd lög á Englandi sem aðeins voru ein einasta setning: The king can´t do any wrong!!
Enski kóngurinn vildi ekki vera neinn eftirbátur páfanna.
Nú eru upp komnir braskarar og fjárglæframenn sem telja sig vera hafna yfir öll lög hvort sem er guðs eða manna: Sigurður Einarsson telur það vera leikrit sem sett hafi verið upp um bankahrunið á Íslandi og vill ekki taka þátt í því!
Svona getur það verið en hversu lengi geta menn komist upp með svona lagað?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.5.2010 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.