Óæskileg yfirlýsing ráðherra

Loksins eru hafnar handtökur í kjölfar hrunsins 2008.  Það var ekki seinna vænna.  Hitt er svo annað mál, að hver sá, sem grunaður er um afbrot, telst saklaus, uns sekt hans er sönnuð fyrir dómi.  Það er m.ö.o. eitt að vera glæpamaður, annað að vera meintur glæpamaður.

Í ljósi þessa er það furðulegt, að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, skuli í dag hafa opinberlega lýst ánægju sinni með handtökurnar.  Þau virðast ekki skilja stöðu sína, sem handhafa framkvæmdavaldsins.

Svo á að heita, að á Íslandi ríki þrískipting valds í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.  Allir þekkja hin nánu tengsl löggjafavalds og framkvæmdavalds.  En það hlýtur að teljast lágmarkskrafa, að ráðherrar blandi sér ekki á nokkurn hátt í störf dómstóla.

Ein megin ástæða hrunsins var sú, að stjórnmálamenn vissu ekki hvað til þeirra friðar heyrði.  Varðandi ákvarðanatöku, töldu allir sig þess umkomna að láta ljós sitt skína, en þegar kom að ábyrgð hljóp hver sem betur gat í skuggann. 

Meðan stjórnmálamenn haga sér með sama hætti og ráðherrarnir tveir gerðu í dag, halda þeir höndum fyrir augu og eyru.  Þeim væri hollara, að bera lófa að munni sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Ég varð yfir mig gáttaður við að horfa á þessar yfirlýsingar (eða hvað sem þetta var nú) Jóku & Steina. Þvílíkir apakettir!   Þori ekki að segja meir.

Dingli, 8.5.2010 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband