24.4.2010 | 14:05
Kattarþvottur Sigmundar Davíðs
Formaður Framsóknarflokksins ávarpaði í morgun miðstjórn flokksins og baðst afsökunar á andvaraleysi og mistökum í aðdraganda bankahrunsins". Segir hann ábyrgð Framsóknarflokksins mikla, en mesta þó á framtíðinni.
Það er ekki mitt að dæma um það, hvort hér er mælt af heilindum eður ei. Vel má vera, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson haldi að sagan hafi byrjað haustið 2008 eða svo. En öllum má nú ljóst vera, að hrun bankanna haustið það arna, var óhjákvæmileg afleiðing þeirrar helmingaskiptareglu Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna, sem viðhöfð var við einkavinavæðingu ríkisbankanna árið 2003. Málið snýst því ekki um andvaraleysi og mistök í aðdraganda bankahrunsins", heldur um skipulagða glæpastarfsemi við einkavæðingu bankanna. Þar til forystumenn þessara flokka hafa áttað sig á því og játað það undanbragðalaust fyrir þjóðinni og öðrum fórnarlömbum útrásarvíkinganna, fer best á því, að ábyrgð þeirra á framtíðinni sé engin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hugleiðing holl. Þakklæti og FYRIRGEFNING ef ekki hefði verið fyrir peningadólgana og útrásar Víkingana OKKAR og hrunið , hefðum við Islendingar aldrei fengið það á svart og hvítu hve stjórnmála stéttin,flokkseigendafélögin eru allmenningi andsnúin hættuleg og hafa arðræntt almenning áratugum öldum saman og ættar arðráns dólgar líka er nota flokkana/klíkur til arðráns á almenning / því spillingin er í grunnin í hreyðrum flokseigenda félagana aðalega frammsóknaríhald/ og 4flokka spillinguni auðvita . fátt er með svo öllu illt að kanski ættum við að vera útrásar Víkingunum og hinum aumu peningadólgum ÞAKKLÁT að vekja okkur upp af þesari meðvirknis aula þrælshætti með flokksspillingu og auðættararðránsdólga og vesælu hræðum er eru í stjórnsýslu Islendinga aðhalds ábyrgðar lausri algjörlega / hvað er svo til raunverulegra ráða fyrir þjóðfélagið OKKAR hvar erum við stödd, í stjórnsýslu klíku spillinguni ? aðhald viðurlög á breiskar sérgráðugar arðráns sálir?
Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 15:03
Þurfum að setja á þjóðstjórn með nýju hlutlausu fólki,rannsaka alla flokka og hreinsa almennilega út.
Byrja á að taka bankana og stofnanir í gegn og stoppa þetta óréttlæti sem saklausar fjölskyldur í landinu eru að lenda í á hverjum degi.
Friðrik Jónsson, 25.4.2010 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.