Hugljúf yfirlýsing frá klappstýrunni

Mikið fannst mér vel til fundið hjá klappstýrunni á Bessastöðum, að gleðja bændur og búalið, sem nú mega líða fyrir gosið í Eyjafjallajökli, með því, að þetta væri nú bara eins og hver önnur æfing undir Kötlugosið, sem væri á næsta leyti.  Það er svo fallega gert, að gleðja fólk í bágindum þess.

Þó fannst mér klappstýrunni takast enn betur upp, þegar hún svaraði gagnrýni á þessa yfirlýsingu með því að segja, að eins og bankahrunið hefði leitt í ljós, væri ekki gott að þegja yfir sannleikanum.  Hver var það aftur, sem var öðrum iðnari við að lofsyngja lygina?

Undarlegt, en hvar sem ég kom í dag, og það var nokkuð víða, var fólk að tala um, að nú ætti klappstýran að fara að svipast um eftir nýrri vinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband