Er þetta jöfnuður?

Ef marka má forsíðufrétt Moggans í dag, leiða hugmyndir félagsmálaráðherra um afskriftir á bílalánum til þess, að þeir sem keyptu lúxusjeppa og aðra dýra bíla á lánum, fá jafnvel milljóna afskriftir, meðan hinir, sem sýndu fyrirhyggju og keyptu „ódýra" bíla, fá afskriftir, sem tæpast skipta máli.

Í hverju skyldi jafnaðarmennska Árna Páls félagsmálaráðherra vera fólgin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Að hjálpa vinum sínum . Þetta eru hugmyndir sem ber að vísa burt strax.Þar að auki er maðurinn gjörsamlega vanhæfur til allra verka.

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 17:39

2 identicon

Þetta er bara það sem þeir kunna. Þeir vita ekki hvað Jafnaðarmennska er.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 19:22

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Myntkörfulánin hækkuðu mest hjá þeim sem skulduðu mikið og minna hjá þem sem skulduðu lág myntkörfulán. Ekki er ólíklegt að þessar tillögur félagsmálaráðherra stuðli að því að þeir sem skulda mest fái sem mest afskrifað.  Hitt er annað mál að samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru þessi myntkörfulán lögmæt og því mun hækkun allra myntkörfulána ganga tilbaka ef Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá er þessi tillaga félagsmálaráðherra markleysa. Ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir því að þetta mál  fái flýtimeðferð.

Sigurður Þorsteinsson, 15.3.2010 kl. 19:30

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Það væri að sjálfsögðu mesti jöfnuðurinn ef enginn fengi neitt. Allir jafnir í skítnum.

Spurning: Er betra að enginn fái neitt heldur en að einhverjir fái meira en aðrir?

Btw, er ekki með nein bílalán. 

Sigurjón Sveinsson, 16.3.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband