Er Ísland sokkið í mútustarfsemi?

Leyniskýrslan, sem Ríkissjónvarpið birti í kvöld um orkugreiðslur Norðuráls á Íslandi, sýna, að þetta fyrirtæki og um leið væntanlega önnur álver á Íslandi, greiða um fjórðungi lægra raforkuverð en gengur og gerist í heiminum.  Auk þess kemur fram í skýrslunni, að verðlækkun á áli er nær öll, ef ekki öll á kostnað orkusalans, þ.e.a.s. íslensku þjóðarinnar.

Í sjálfu sér eru þetta ekki stórvægileg tíðindi, heldur staðfesting á því, sem marga hefur lengi grunað.  Eigi að síður vekur þessi skýrsla eftirfarandi spurningu:  Hvað hefur íslenskum stjórnmálamönnum gengið til, með því að gera slíka samninga?

Ef við reiknum ekki með því, að  stjórnmálamenn á landi hér séu til muna heimskari en gengur og gerist, getur svarið ekki verið nema eitt;  íslenskir ráðherrar, alþingismenn, embættismenn og sveitastjórnarmenn, sem að þessum málum koma, hafa í stórum stíl þegið mútur!

Það er kominn tími til, að í spillingarmálum verði upp tekinn á Íslandi hinn forni germanski réttur, sem byggist á því, að hver maður sé sekur, geti hann ekki sannað sakleysi sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þú manst! klíkan! Það dugar ekki með germanskan rétt, það verður að losa sig við ALLA klíkuna fyrst, svo getur fólk farið að lifa eðlilegu lífi.

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 10.3.2010 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband