Um ævisögu Agnars Þórðarsonar

Er loks að lesa ævisögu Agnars Þórðarsonar rithöfundar.  Fróðlegt verk og þroskandi lesning.  Var að ljúka við fyrra bindið, „Í vagni tímans", sm kom út árið 1996.

Eiginlega eru þetta ekki aðeins endurminningar, heldur einnig hugleiðingar.  Þannig eiga góðar endurminningar raunar að vera.  Lítið gaman af skýrslum.

Agnar kemur víða við, en að gefnu tilefni skal hér gripið niður í kafla, sem nefnist „Silfurtúnglið og Brecht".  Þar segir m.a.

„Eins og jafnan er alltaf til nóg af fólki sem fagnar nýjum kennisetningum til að sýna að það sé með á nótunum og viti hvað klukkan slær, þannig er alltaf til hópur af aftaníoss-fólki tilbúið að hylla berrassaðan kónginn.

Tímarnir hafa snúist öndverðir gegn klassíkinni, sennilega af tómri minnimáttarkennd og getuleysi.  Flestar listastefnur eiga sér skamma lífdaga, tilraunir til svokallaðra formbyltinga í bókmenntum hafa sjaldnast skilið mikið eftir sig en lognast út af án beinna afkomenda í listinni."

Eftir að hafa lesið þennan kafla fór ég á myndlistasýningu.  Enginn munur á því sem gerist í myndlistinni og bókmenntunum.  Þarna kenndi ýmissa grasa.  Þetta átti að vera yfirlitssýning yfir íslenska myndlist síðustu öldina eða svo.  Nú jæja.

Á einu salargólfinu lágu ryðgaðir rörbútar.  Listfræðingnum, sem fylgdi mér um sýninguna þótti mikið til koma.  Í mínum augum eru ryðguð rör bara ryðguð rör, burt séð frá hugmyndum þess, sem skrúfar þau saman.  En ég hef heldur aldrei skilið listina í andlistinni, ekki frekar en ég treysti mér, til að segja nokkuð um andlit þess, sem ég hef aðeins séð hnakkann á.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í tónlist a.m.k.  hafa flestar formbyltingar skilið eftir sig einhver varanleg listaverk. Saga Agnars er skemmtileg en ekki er ég sammála öllum hugleiðingum hans.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.2.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband