Æ sé gjöf til gjalda

Það er ömurlegt, að hlusta á stjórnmálamenn, hvort heldur er stjórnarliða eða stjórnarandstæðinga, gagnrýna það, að meintir ræningjar skuli fá að halda fyrirtækjum, sem öllum er ljóst, að þeir komu sjálfir á hausinn, með því að misnota aðstöðu sína innan þeirra, sjálfum sér til framdráttar.

Ef nokkurt mark væri á þessum stjórnmálamönnum takandi, væru þeir fyrir löngu búnir að setja lög, sem meinuðu bönkum að afhenda meintum misindismönnum gjaldþrota fyrirtæki, fyrr en dómur væri fallinn í máli þeirra og þeir fundnir sýknir saka.

Og nú er spurt, hvað dvelur orminn langa?  Það skyldi þó aldrei vera, að svarið liggi í því, að margir stjórnmálamannanna séu á mála hjá útrásarvíkingunum? 

Fyrir nokkrum árum hefði þessi spurning þótt fráleit.  Hún er það ekki lengur.  Vitað er, að margir fjárglæframenn, sem síðar sigldu þjóðina í strand, lögðu fram fé til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna.  Vonandi eru menn ekki svo skini skroppnir, að halda, að slík greiðasemi hafi verið endurgjaldslaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband