Innrásin í Tækniskólann

Mannleg samskipti hljóta að byggjast á gagnkvæmu trausti.  Það er ekki fyrr en einhver bregst því trausti, að ástæða er til að vantreysta honum.  Því hlýtur það að teljast harla undarlegt, að skólastjórnendur Tækniskólans skuli siga lögregluliði með þrjá fíkniefnahunda á nemendur skólans, að eigin sögn að tilefnislausu.

Nú er það svo, að rannsóknir sýna, að ungir fíkniefnaneytendur koma fyrst og fremst úr hópi þeirra, sem flosnað hafa úr námi.  Auðvitað þýðir það ekki, að engir skólanemar hafi ánetjast eiturlyfjum.  En þeir eru tiltölulega fáir.    

Það má nánast flokka það undir fjöldahandtöku, þegar heill skóli er hertekinn með þessum hætti.  Slíkt háttarlag er ekki til þess fallið, að auka traust milli fólks.  Þess utan mættu menn gjarnan hafa það hugfast, að þótt eiturlyfjasala sé hrein glæpastarfsemi, þá er neyslan sjúkdómur.  Ég minnist þess ekki, að lögreglan teljist til heilbrigðisstétta.  Læt í því sambandi allt ósagt um leitarhundana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sifjan

má ekki kalla þessa "innrás" frekar forvarnarstarf... Þar sem nú er vitað að hætta er á að fíkniefnahundar leiti í skólanum,  þá sé minna hætta á því að seljendur fíkniefna slæðist þangað inn.  Unglingar í framhaldskólum er bara nokkuð stór hópur þeirra sem neytar fíkniefna.. auðveldara er að ná sér í fíkniefni en t.d. áfengi fyrir helgar.

Ég bara sé ekkert að þessari "aðgerð".. 

Sifjan, 11.2.2010 kl. 23:13

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Finnst þetta í sjálfu sér ekkert slæmt framtak en á ekki þá eitt yfir alla að ganga og lögreglan að gera stikprufur til dæmis í stórmörkuðum bönkum og jafnvel á alþingi við erum jú öll jöfn er það ekki ?

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.2.2010 kl. 08:35

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi aðgerð var ekki forvarnaraðgerð heldur ruddalegur terrorismi. Þeirri ískyggilegur skoðun fer vaxandi fylgi hjá fólki að réttlætanlegst sé að vaða langt inn fyrir eðlileg mörg, jafnvel gagnvart þúsund manns, með þeim rökum að hugsanlega finnist einn svartur sauður eða það muni hugsanlega fæla þá frá. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2010 kl. 14:19

4 identicon

Þetta var fáránleg aðgerð.. þeir aðilar sem innan skólans sem báðu um þetta eiga að biðja alla nemendur skólans afsökunnar... ættu jafnvel að segja starf sínu lausu að auki

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband