10.2.2010 | 21:20
Um leikara og loddara
Góður leikari þarf að geta skipt ört um hlutverk. Til þess þarf hann að bera virðingu, jafnt fyrir list sinni, sjálfum sér og áhorfendum. Þannig verður hann staðfastur í listinni, þrátt fyrir fjölda hlutverka.
Um stjórnmálamenn og þeirra aðstoðarmenn gegnir öðru máli. Þeim er ekki ætlað að koma fram í umbúðum leiklistarinnar. Vilji þeir teljast marktækir, verða þeir að sýna af sér staðfestu, ekki staðfestu listarinnar, heldur staðfestu hins daglega lífs. Að öðrum kosti glata þeir sjálfsvirðingunni og þarf af leiðandi virðingu annarra.
Þetta leitar óneitanlega á hugann nú, þegar fréttir berast af því, að Einar Karl Haraldsson upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins hafi svo seint sem árið 2007 þegið 19 milljónir króna í laun fyrir s.k. ráðgjafastörf", þar af, að eigin sögn, töluverðan hluta frá Kaupþingi.
Um leið berast þær fréttir, að Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður, hafi sama daginn og hann samdi um tímabundin starfslok" hjá Öskum, við Karl Wernersson, samið við Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um að gerast efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar.
Eitt er að vera leikari, annað að vera loddari.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tryggi Þór var fyrir sitt leyti lélegri leikari og honum var skipt út af!
Flosi Kristjánsson, 11.2.2010 kl. 16:19
Svimandi laun fyrir lélegan eða engan leik.
Finnur Bárðarson, 11.2.2010 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.