8.2.2010 | 22:41
Samskips- og Baugsmál kalla á lagasetningu
Þá hefur Guðlaugur Þór krafist þess, að bankastjóri Arionbanka verði kallaður fyrir þingnefnd, til að gefa skýringar á því, hvers vegna mennirnir sem komu Baugi á hausinn og eiga stóran þátt í hruninu, eigi, að mati bankans, að fá fyrirtækið aftur í hendurnar.
Allt í lagi með það. En vissulega væri eðlilegra, að bankastjórinn reyndi að útskýra þetta í réttarsal. Það er löngu tímabært, að þingmenn hætti öllum loddarahætti og setji einfaldlega lög, sem bindi hendur bankanna í þessum efnum. Fyrst Samskip, svo Baugur. Hvað næst?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hja Gulla
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2010 kl. 07:29
Svo þætti mér ekki langt úr leið, að kalla Gústa Einars á teppið vegna yfirlýsinga hans um, að hann ætli að aðstoða AraJón Bankann við, að afhenda Baugsfeðgum bixið að nýju með tilstuðlan væns eignahluta í þrotabúinu, í krafti ,,Framtakssjóðs Íslands, hvorki meira né minna.
Sá sjóður ku vera að uppistöðu aurar sem fátækir brauðstritarar, hafa önglað sama á lífskeiði sínu til nota í ellinni. Að vísu er búið að rýra þessa sjóði afar mikið vegna lána til SÖMU manna sem nú á að greiða götuna enn frekar (á kostnað SÖMU brauðstritara) fyrir.
Ef þetta plott, með persónum og leikendum öllum vel þekktum úr bæði pólitíkinni og viðskiptasukkinu (Ice bank og kúlulánakóngurinn Finnur), fer ekki að verða mönnum ljóst, er ekki mikilli heilastarfsemi fyrir að fara hjá þeim sem ekki skilja fyrr en skellur í tönnum.
Vonandi hrökkva þeir í gang, sem ættu að geta afstýrt þessu og koma vitinu fyrir Jóhönnu og félaga.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 9.2.2010 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.