Reisum Jörundi hundadagakonungi minnismerki í hjörtum okkar

Hver er munurinn á Ástralíu 19. aldar og Íslandi 21. aldar?  Jú, hann er sá, að á 19. öld var Ástralía fanganýlenda, þangað sem bresk yfirvöld sendu brotamenn og raunar ýmsa aðra, til að taka út refsingu sína.  Ísland 21. aldar er hins vegar glæpamannanýlenda, þar sem glæpamennirnir hafa tögl og haldir í þjóðfélaginu í gegnum stjórnmálaflokkana, bankana og stórfyrirtækin.

Jörundur hundadagakonungur var einn þeirra meintu brotamanna, sem Bretar sendu til Ástralíu.   Við Íslendingar eigum þessum ævintýramanni skuld að gjalda; hann reyndi  að gera menn úr þessum skrælingjalýð, sem öldum sama hafði beygt sig í duftið fyrir yfirvöldum og stórbændum.  Væri ekki ráð, að við reistum honum þann minnisvarða í hjörtum okkar, að losa okkur við glæpalýðinn, sem veður hér yfir þjóðina á skítugum skónum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hugsjón Jörundar að leysa Ísland úr fjötrum danskrar kúgunar var að líkindum andvana fædd. Við vorum skipalaus þjóð og háð innflutningi á flestum nauðsynjavörum.

Það sem undarlegast er í allri þeirri sögu er sú niðurlæging sem saga okkar hefur leitt yfir minningu þessa stórbrotna ævintýramanns sem greinilega hafði runnið til rifja niðurlæging þessarar umkomulausu eyþjóðar.

Árni Gunnarsson, 8.2.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband