Eldsteikta Ísafold

Þetta líkar mér.  Bankastjórinn minn kom í Kastljós í gærkvöldi, til að útskýra fyrir þjóðinni, að best færi á því, að þeir sem komu henni á hausinn, með braski og brambolti, fengju að reka fyrirtæki áfram, þótt þeir hefðu sett þau á hausinn.  Vanir menn! 

Já, bankastjórinn minn, hann er eitthvað svo nettur og penn.  Svona maður er örugglega að segja satt.  Og auðvitað kemur hann til með, að afskrifa allar þær skuldir, sem stofnað var til út á veð í skuldunum sjálfum.  Hann er nefnilega svo nettur og penn.

Já, og braskararnir í pólitíkinni, Bjarni Ben. og Össur og Árni Þór og útgerðarþingmaðurinn, sem vissi ekki, að bannað væri að taka arð úr fyrirtæki, sem rekið var með tapi, þeir styðja ábyggilega allir við bakið á bankastjóranum mínum.  Og hún Jóhanna Sig?  Ja, ef henni mislíkar þetta, þá hlustar hún bara agndofa á fréttirnar eins og aðrir landsmenn, en ræður auðvitað ekki neitt við neitt, enda bara forsætisráðherra með meirihluta Alþingis á bak við sig.   Og varla fer nú klappstýra útrásarliðsins að mótmæla suður á Bessastöðum, þótt strákarnir hans fái lögformleg yfirráð yfir peningum, sem þeir í raun hafa aldrei átt.

Æ, aumingja Ísafold, skyldi sá dagur nokkurn tíma renna upp, að þú verðir losað af steikarkpinna braskaranna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband